Bæjarstjórn

3260. fundur 03. febrúar 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3260. fundur
3. febrúar 2009   kl. 16:00 - 18:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. janúar 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 234. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum dags. 14. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 14. janúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. janúar 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 235. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum dags. 21. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 21. janúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Álagning gjalda árið 2009 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2009010216
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. janúar 2009:
Lögð fram tillaga að Reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ árið 2009.  
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - seinni umræða
2007090039
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. janúar 2009:
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Bæjarráð vísar lögreglusamþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskaði eftir að 25. grein í IV. kafla samþykktarinnar yrði borin upp sérstaklega.
25. grein í IV. kafla var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Elínar Margrétar Hallgrímsdóttur og Kristínar Sigfúsdóttur.
Helena Þ. Karlsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Hverfisnefndir - endurskoðun á samþykkt
2008090091
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 28. janúar 2009:
Lögð voru fram drög vinnuhóps að endurskoðaðri Samþykkt um hverfisnefndir.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Samþykkt um hverfisnefndir á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - stjórnsýslunefnd
2009010152
Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2006-2010.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.