Bæjarstjórn

3259. fundur 20. janúar 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3259. fundur
20. janúar 2009   kl. 16:00 - 18:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Erlingur Kristjánsson
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum gleðilegs árs og farsældar.
Einnig bauð forseti varabæjarfulltrúa Erling Kristjánsson velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að 7. lið á dagskrá  Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri - seinni umræða, verði frestað og tekinn af dagskránni og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 231. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum dags. 10. desember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Jóhannes Árnason og Haraldur Helgason véku af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. desember 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. janúar 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 232. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum dags. 17. desember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 17. desember 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. janúar 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 233. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum dags. 7. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Súluvegur - Miðhúsabraut - breyting á deiliskipulagi MS
2008100061
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. desember 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar Mjólkursamsölunnar að Súluvegi 1 var auglýst frá 29. október til 10. desember 2008.
Ein athugasemd barst frá:
1)  Norðurorku dags. 25. nóvember 2008.
Ítrekað er að lagnir eru á svæðinu sem ekki er komist hjá að færa verði af byggingu á breyttum byggingarreit. Skýr fyrirvari þarf að vera gagnvart MS um að þeir taki færslu lagna á sig.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta við upplýsingum á uppdrátt og texta í greinargerð um lagnir á svæðinu sem ekki er komist hjá að færa vegna byggingarinnar og að lóðarhafi taki á sig allan kostnað vegna færslu þeirra.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Samþykkt um skólanefnd
2008100125
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 17. desember 2008:
Skólanefnd hefur vísað til stjórnsýslunefndar tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um skólanefnd í ljósi nýrra laga um leikskóla og laga um grunnskóla.
Stjórnsýslunefnd vísar samþykktinni til bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Samþykkt um skólanefnd með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar
2008060043
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. janúar 2009:
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 7. janúar 2009:
Umræðu um samþykkt kjarasamninganefndar framhaldið frá síðasta fundi nefndarinnar.        
Farið yfir tillögu að samþykkt fyrir kjarasamninganefnd og fyrirliggjandi tillaga samþykkt en teljum eðlilegt að bætt verði við að kjarasamninganefnd hafi jafnframt eftirlit með reglum um kjör æðstu embættismanna.
Bæjarráð samþykkir að í Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd verði bætt inn ákvæði um að nefndin taki ákvörðun um kjör embættismanna í samráði við bæjarstjóra.
Bæjarráð vísar breytingu á Samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom breytingartillaga við aðra setningu í 2. grein og verði hún svohljóðandi:
   "Bæjarráð tilnefnir formann og varaformann og skal formaður vera aðalfulltrúi í bæjarstjórn og eiga sæti í bæjarráði."
Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd með framangreindri breytingu með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.7.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008 - seinni umræða
2008020053
11. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 16. desember 2008:
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. nóvember 2008:
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. nóvember 2008:
Rætt um endurskoðun Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Ýmsar breytingar voru gerðar á fundinum á fyrirliggjandi drögum.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa drögunum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir  með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2008120090
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. janúar 2009:
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. janúar 2009:
Lögð fram drög að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og hreppsnefndar Grímseyjarhrepps varðandi undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja ný drög fyrir næsta fund bæjarráðs.
Ný drög lögð fram á fundinum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram var lögð yfirlýsing svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir vilja sínum til viðræðna við hreppsnefnd Grímseyjarhrepps  og  samgönguráðuneytið um  sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í þeim viðræðum verði m.a. kannað hvort og þá hvernig hægt sé að sameina sveitarfélögin tvö án undangenginna kosninga þrátt fyrir ákvæði í 90. og 91. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998."
Bæjarstjórn samþykkir yfirlýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - áætlun
2009010152
Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda 2009 svohljóðandi:
3. febrúar 2009 - starfsáætlun stjórnsýslunefndar
17. febrúar 2009 - starfsáætlun skólanefndar
3. mars 2009 - starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og 3ja ára áætlun 2010-2012 - fyrri umræða
17. mars 2009 - starfsáætlun skipulagsnefndar  og  3ja ára áætlun 2010?2012 - seinni umræða
7. apríl 2009 - starfsáætlanir íþróttaráðs og samfélags- og mannréttindaráðs
21. apríl 2009 - starfsáætlun umhverfisráðs
5. maí 2009 - starfsáætlun félagsmálaráðs
19. maí  2009 - starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og kynning á samstarfsverkefnum Akureyrarbæjar við AFE og Eyþing.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Álagning gjalda árið 2009 - fasteignagjöld
2009010105
11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. janúar 2009:
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2009:
a)  i  Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði   0,32% af fasteignamati húsa og lóða.
     ii  Fasteignaskattur á hesthús verði 0,55% af fasteignamati húsa og lóða.
b)  Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c)  Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið  verði  1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d)  Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e)  Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f)  Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 6.097 kr. pr. íbúð og 91,46 kr. pr. fermeter.
g)  Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 12.194 kr. pr. eign og 91,46 kr. pr. fermeter.
h)  Holræsagjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2009 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 8.000 kr., er 3. febrúar 2009.  Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2009 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009 - seinni umræða
2008050088
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. janúar 2009:
13. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 16. desember 2008:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að gjaldskrárbreytingum verði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu þannig að þær geti tekið gildi þann 1. janúar 2009.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til seinni umræðu í bæjarstjórn.


Tillögur að bókunum í undirliðum a) og b) í 12. lið fundargerðar bæjarráðs dags. 15. janúar 2009 voru afgreiddar á eftirfarandi hátt:
     a)  Starfsáætlanir - var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
     b)  Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 232.299 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 13.740.716 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.  

A-hluta stofnanir:  (byrja á bls. 17)
I.  Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða  -1.239.083 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  12.696.502 þús. kr.

II.  Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða  -67.231 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  76.959 þús. kr.

III.  Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða  -21.793 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 1.620.405 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -1.095.807 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 17.325.970 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.  

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I.     Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða  -126.641 þús. kr.

II.    Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2.293 þús. kr.

III.   Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða -5 þús. kr.

IV.   Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða -18.056 þús. kr.

V.    Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -21.604 þús. kr.

VI.   Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 245.628 þús. kr.

VII.  Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -12.200 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 459 þús. kr.

IX.   Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -1.813 þús. kr.

X.    Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða -12.771 þús. kr.

XI.   Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -12.986 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.  

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:  (bls. 3)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð -1.053.504 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 26.781.535 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.  

Bókun:
Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 11. liður dagskrárinnar ásamt 12. lið og undirliðum a) og b) í fundargerð bæjarráðs frá 15. janúar 2009 séu þar með afgreiddir.


12.          Sjúkrahúsið á Akureyri - lokanir og skerðing á þjónustu
2009010189
Að beiðni bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fóru fram umræður um málefni FSA.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum vegna skertrar þjónustu FSA á sviði endurhæfingar og öldrunarlækninga og dagdeild geðdeildar og áréttar mikilvægi þess að stofnanir ríkis og bæjar á sviði heilbrigðismála eigi með sér reglulegt og gott samráð.
Bæjarstjórn tekur jafnframt undir þau sjónarmið sem fram koma í bókunum félagsmálaráðs og samfélags- og mannréttindaráðs um þessar ákvarðanir."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.


13.          Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum... EES-samningi, 524. mál
2008040077
Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs óskuðu eftir umræðu um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins.
Fram kom tillaga að bókun frá fulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda  að þau  leggi  til hliðar áform um að afgreiða matvælafrumvarpið nú þegar Alþingi kemur saman.  Samþykkt frumvarpsins gæti gengið mjög nærri íslenskum landbúnaði, sérstaklega kjúklinga-, svína-  og kúabúskap og lagt niður fjölda starfa í matvælaiðnaði og landbúnaði á Eyjafjarðarsvæðinu."

Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að vísa tillögunni frá og var hún samþykkt með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur.  
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.Fundi slitið.