Bæjarstjórn

3258. fundur 16. desember 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3258. fundur
16. desember 2008   kl. 16:00 - 18:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. nóvember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 227. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 12. nóvember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. nóvember 2008 með 10 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. nóvember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 228. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum, dags. 19. nóvember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008 með 10 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 229. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum dags. 26. nóvember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 26. nóvember 2008 með 10 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 230. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum dags. 3. desember 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. desember 2008 með 10 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting í Sandgerðisbót
2008120047
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar á landfyllingum í Sandgerðisbót sbr. bókun nefndarinnar frá 23. júlí 2008. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni dags. 5. desember 2008.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Sandgerðisbót - deiliskipulag - endurskoðun
2008120048
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi í Sandgerðisbót sbr. bókun nefndarinnar frá 23. júlí 2008. Tillöguna vann Gísli Kristinsson arkitekt dags. 1. desember 2008.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Gerðar Jónsdóttur og Odds Helga Halldórssonar.


7.          Krossaneshagi - áfangi C - deiliskipulag
2008120049
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi C-áfanga í Krossaneshaga. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ehf. og Verkís (VST) dags. 2. desember 2008.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - tilnefningar í skólanefndir VMA og MA
2008110059
Lögð fram tillaga um skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í skólanefndir VMA og MA:
Skólanefnd VMA:  Soffía Gísladóttir, kt. 071265-4129 og Gerður Jónsdóttir, kt. 181150-4409.
Skólanefnd MA:  Jóna Valdís Ólafsdóttir, kt. 160374-5519  og Þórleifur Stefán Björnsson, kt. 031070-3179.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


9.          Slökkvistöð Akureyrar - brunavarnaáætlun
2008090108
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. nóvember 2008:
1. liður í fundargerð framkvæmdarráðs dags. 7. nóvember 2008:
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og kynnti brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar.
Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra kynninguna og samþykkir brunavarnaáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar brunavarnaáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaáætlunina með 10 atkvæðum gegn 1 atkvæði Odds Helga Halldórssonar.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskaði bókað:
   "Ég er mjög ánægður með framlagða brunavarnaáætlun og er henni samþykkur að öllu leyti nema þar sem stendur  í framkvæmdaáætlun fyrir 2011 að unnið skuli að sameiginlegri slökkvistöð við norðurenda flugbrautar.
Ég er alfarið á móti færslu slökkvistöðvar fram á flugvöll og greiði því atkvæði á móti áætluninni."


10.          Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri - fyrri umræða
2007090039
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. nóvember 2008:
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 23. október sl. en þá fól bæjarráð bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ljúka vinnu við samþykktina og vísar tillögu að Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.


11.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008 - fyrri umræða
2008020053
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. nóvember 2008:
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. nóvember 2008:
Rætt um endurskoðun Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Ýmsar breytingar voru gerðar á fundinum á fyrirliggjandi drögum.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa drögunum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir  með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.


12.          Álagning gjalda árið 2009 - útsvar
2008120033
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. desember 2008:
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2009 í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt frá fyrra ári 13.03% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom breytingartillaga svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta verði hækkuð um 0,25% og verði 13,28% á árinu 2009 með fyrirvara um samþykkt frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem nú liggur fyrir Alþingi."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.


13.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009 - fyrri umræða
2008050088
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. desember 2008:
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2009 fer fram 16. desember nk. og seinni umræða þann 20. janúar 2009.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir fresti til ráðuneytis sveitarstjórnarmála um skil á fjárhagsáætlun 2009.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn sem áætluð er að fari fram þann 20. janúar  nk.

Fram kom tillaga um að gjaldskrárbreytingum verði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu þannig að þær geti tekið gildi þann 1. janúar nk.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Oddur Helgi Halldórsson góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.


Fundi slitið.