Bæjarstjórn

3257. fundur 18. nóvember 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3257. fundur
18. nóvember 2008   kl. 16:00 - 17:12
3257. fundur - Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 225. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum, dags. 30. október 2008.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 30. október 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 226. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 5. nóvember 2008.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. nóvember 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Dalsbraut - KA svæði - deiliskipulag
2008080097
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2008:
Tillaga að deiliskipulagi KA svæðisins auk lóðar Lundarskóla, leikskóla og svæðis við Dalsbraut sem er unnið af X2 hönnun-skipulagi, í samvinnu við skipulagsdeild var auglýst frá 24. september 2008 til 5. nóvember 2008.
Engin athugasemd barst.
Óskað var eftir umsögn Flugstoða á tillögunni sem barst með bréfi dags. 29. september 2008.
Ljósamöstur á KA svæðinu ganga upp fyrir hindranaflöt Akureyrarflugvallar og eru þau samþykkt eins og fram kemur á teikningum með því skilyrði að á topp þeirra verði sett rauð hindranaljós í samræmi við Flugvallarreglugerð 464/2007. Ljósin skulu loga allan sólarhringinn og þannig tengd að ekki verði slökkt á þeim af vangá.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta við í greinargerð texta um rauð hindranaljós á ljósamöstur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Brekkugata 36-38 - deiliskipulag - breyting
2008110003
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2008:
Erindi dags. 24. október 2008 frá Loga Einarssyni þar sem hann f.h. Valgeirs Ásbjörnssonar, kt. 140836-7299, Brekkugötu 38, óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi lóðarinnar til að geta byggt sólskála við vesturhlið hússins nr. 38 við Brekkugötu var sent í grenndarkynningu þann 4. nóvember 2008 og lauk henni þann 6. nóvember 2008 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu hafa lagt inn samþykki sitt fyrir breytingunni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Jöfnun flutningskostnaðar
2008010188
Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn hefji þegar viðræður við fjármálaráðuneytið um að  heimila rekstur dreifingarstöðvar  ÁTVR á Akureyri. Þessi aðgerð yrði mikilvægur liður í að jafna flutningskostnað milli fyrirtækja á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, sem dreifa sömu vöru. Í ljósi atburða síðustu vikna er ljóst að mikilvægt er að koma til móts við landsmenn með því að jafna lífskjör og aðstöðu til að komast af. Fyrirtæki á landsbyggðinni verða fyrir enn meiri áhrifum kreppunnar en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Kreppa við fjármögnun og aukinn kostnaður við framleiðslu og aðföng neysluvara gerir þörfina enn brýnni nú en áður að jafna flutningskostnaðinn fyrir fyrirtæki í iðnaði og matvælaframleiðslu."
Fram kom breytingartillaga svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að fjármálaráðuneytið heimili rekstur dreifingarstöðvar ÁTVR á Akureyri.  Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá skoðun bæjaryfirvalda að nauðsynlegt sé að koma á flutningsjöfnunarkerfi til að jafna flutningskostnað fyrirtækja sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.  Nú þegar fyrirtæki standa frammi fyrir erfiðari rekstrarskilyrðum en áður er þörfin á að hrinda þessu réttlætismáli í framkvæmd brýnni en nokkru sinni.  
Bæjarstjórn leggur einnig til að Alþingi láti  gera hagkvæmniathugun á strandsiglingum um landið."
Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 - endurskoðun
2007050043
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. nóvember 2008:
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2008.
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2008 með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


Fundi slitið.