Bæjarstjórn

3256. fundur 04. nóvember 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3256. fundur
4. nóvember 2008   kl. 16:00 - 17:44
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 223. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 15. október 2008.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 15. október 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 224. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 22. október 2008.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 22. október 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Svæðisskipulag Eyjafjarðar - endurskoðun 2008 - umsögn
2008090106
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. október 2008:
Erindi dagsett 25. september 2008, ásamt fundargerð frá samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar, þar sem óskað er eftir því að erindi SSE verði tekið til umfjöllunar í viðkomandi sveitarstjórnum þannig að fram komi afstaða til efnisþátta skipulagsins og hverjar helstu áherslur þess eigi að vera.
Skipulagsnefnd samþykkir að lögð verði megin áhersla á eftirfarandi atriði er lúta að skipulagsþáttum:

1) Fráveitumál.
Stefna um flokkun strandsvæða Eyjafjarðar verði hluti SSE. Fjörðurinn er viðtaki fráveitukerfa allra sveitarfélaganna og því verði þeim gerð ítarleg skil í svæðisskipulagi. Í svæðisskipulagi verði sú stefna mörkuð að fráveitumálin verði samræmd og gert ráð fyrir að hreinsun samkvæmt alþjóðastöðlum verði megininntak í sérstökum kafla.

2) Efnistökumál - á landi og sjó.
Skipulagsnefnd Akureyrar telur að hafa beri stór efnistökusvæði inni í svæðisskipulagi, skilgreina staðsetningu og stærð þeirra með almennum hætti, en nákvæmari afmörkun ætti að vera í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Einnig skal hafa ákvæði um efnistöku úr sjó og staðsetningu svæða til geymslu efnisins á landi í SSE.

3) Hafnamál - stórskipahöfn.
Gert ráð fyrir að Dysnes verði áfram inni sem stóriðnaðarsvæði/stórskipahöfn. Hluti hafnasvæða á Akureyri mun smátt og smátt víkja fyrir íbúðabyggð og öðrum atvinnurekstri og slíkt ber að nefna í svæðisskipulagi. Hafnamál þyrfti að ræða í víðu samhengi, bæði vegna almennrar vöruhafnar í Eyjafirði í framtíðinni og einnig vegna umræðu um stórskipahöfn og/eða höfn við stóriðnaðarlóð.

4) Háspennulagnir og línur.
Sýna skal stærri flutningslínur raforku í svæðisskipulaginu.

5) Sorpmál.
Skipulagsnefnd Akureyrar lýsir sig fylgjandi þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið af sveitarstjórnum og Flokkun Eyjafjarðar. Nefndin telur afar mikilvægt að nýr sorpurðunarstaður verði skilgreindur í komandi svæðisskipulagi og ekki verði gert ráð fyrir urðunarstað á Glerárdal. Þó má telja líklegt að fallist verði á framlengingu urðunar á Glerárdal fram á mitt ár 2010 og þá aðeins fyrir óvirkan úrgang. Staðsetning jarðgerðarstöðvar verði sýnd á svæðisskipulagi.

6) Samgöngumál - reiðstígar ofl.
Skipulagsnefnd Akureyrar lýsir sig sammála því að fjalla um helstu samgönguæðar á landi, þ.e. stofnvegi og jarðgöng í svæðsskipulagi.

7) Þéttbýlismál - kjarnar eða dreifð byggð.
Æskilegt væri að í svæðisskipulagi verði fjallað um byggðaþróun innan skipulagssvæðisins í texta. Þar verði tekin afstaða til nota lands, stærð byggðakjarna og almennt um að stemma stigu við þeirri þróun sem borið hefur á að í dreifbýli séu að myndast kjarnar sem eru allt of smáir til að geta nokkurn tíma orðið sjálfbærir.
Sameiginleg stefna um landbúnaðarland ætti heima í svæðisskipulaginu og mikilvægt væri að ræða það í einstökum sveitarstjórnum.

8) Umhverfismál.
Skipulagsnefnd tekur undir það sjónarmið vinnuhóps um SSE að þar verði eftirfarandi um umhverfismál: Texti um almenna umfjöllun um náttúruna, stefnu um umferð á fjöllum, bæði vélknúna og aðra, t.d. á hestum eða gangandi manna.

9) Vatnsverndarmál.
Vatnsverndarsvæði skulu vera inni í SSE. Nota skuli fyrirliggjandi náttúrufarsgögn og að gerð verði tillaga að vatnsverndarsvæðum í SSE þar sem á vantar.

Fram kom tillaga um að bæjarstjórn samþykki að skipulagsnefnd vinni áfram að gerð svæðisskipulags Eyjafjarðar samkvæmt tillögum nefndarinnar frá 17. október sl. sem liggja hér fyrir þessum fundi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Barnaverndarstofa - ályktun
2008020152
Lögð fram ályktun Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar dags. 20. október 2008 vegna fækkunar meðferðarrýma fyrir börn og unglinga í vanda á heimilum og stofnunum sem ríkið rekur skv. 79. gr. laga nr. 80/2002.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Hálkuvarnir 2008-2009 - aðgerðir gegn svifryksmengun á Akureyri
2008090102
Að ósk bæjarfulltrúa Hjalta Jóns Sveinssonar fór fram kynning á  aðgerðaráætlun gegn svifryksmengun á Akureyri - 2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 16. október 2008 og 2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. október 2008.
Almennar umræður í kjölfarið.Fundi slitið.