Bæjarstjórn

3255. fundur 21. október 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3255. fundur
21. október 2008   kl. 16:00 - 17:53
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 220. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 24. september 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. september 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 221. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 1. október 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 1. október 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
19. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 222. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum, dags. 8. október 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 8. október 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á svæði siglingaklúbbs
2008090049
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. september 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á fyrirhuguðu svæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Leiruveg.
Breytingin felst í því að á svæði 2.61.18 H/O verði afmarkað og landfylling mótuð samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Óskað verður eftir umsögnum frá Vegagerðinni, Flugstoðum, umhverfisnefnd,  HN og HNE.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að fengnum ofangreindum umsögnum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Borgarsíða, Búðasíða, Brekkusíða - deiliskipulag leiksvæðis
2008100062
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. október 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi leiksvæðis á grænu svæði sunnan við Búðasíðu sem er unnin af Hermanni G. Gunnlaugssyni frá Storð ehf., í samvinnu við skipulagsdeild og verkefnastjóra umhverfismála.
Framkvæmdaráð vísaði 7. júlí 2006 til umfjöllunar í umhverfisráði erindi dags. 25. júlí 2006 þar sem íbúar Borgarsíðu, Búðasíðu og Brekkusíðu leggja fram undirskriftarlista með 23 nöfnum íbúa með óskum til bæjaryfirvalda um að grænt svæði sunnan við Búðasíðu verði gert að leikvelli með tilheyrandi leiktækjum.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Súluvegur - Miðhúsabraut - breyting á deiliskipulagi MS
2008100061
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. október 2008:
Erindi dags. 22. september 2008 þar sem Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf. og Mjólkursamsölunnar ehf., kt. 540405-0340 óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á lóð Mjólkursamsölunnar að Súluvegi 1.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Samþykktir fyrir bæjarráð og félagsmálaráð - breytingar 2008
2008060037
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 8. október 2008:
Teknar voru fyrir að nýju tillögur að breytingum á samþykktum fyrir bæjarráð og félagsmálaráð sem fela í sér skýrara hlutverk félagsmálaráðs varðandi umsjón með félagslegu leiguhúsnæði og húsaleigubótum. Tillögurnar voru samþykktar á fundi félagsmálaráðs 8. september og á fundi bæjarráðs 11. september sl.
Stjórnsýslunefnd samþykkir samþykktirnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktirnar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Staða efnahagsmála
2008100071
Umræður um stöðu efnahagsmála.


Fundi slitið.