Bæjarstjórn

3254. fundur 07. október 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3254. fundur
7. október 2008   kl. 16:00 - 17:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar las forseti upp yfirlýsingu frá öllum fulltrúum í bæjarstjórn Akureyrar svohljóðandi:

          Í ljósi efnahagsástands landsins eins og það blasir við í dag, vill bæjarstjórn Akureyrar taka skýrt fram, að hún muni beita sér, með öllum tiltækum ráðum, fyrir því að hjól samfélagsins haldi áfram að snúast hér í bæ  með velferð  bæjarbúa að leiðarljósi.
          Sveitarfélögin eru stór hluti af hagstjórninni í landinu og því ekki undanþegin þátttöku  í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru  til að halda samfélaginu gangandi. Bæjarbúar eru fullvissaðir um að í því efni mun bæjarstjórn Akureyrar ekki skerast úr leik.
           Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru öflugar og vel í stakk búnar að taka á móti tímabundinni ágjöf. Samfélagið okkar er sterkt og saman  munum við komast  í gegnum þennan brimskafl.  


1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lagðar fram tillögur um breytingar á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í eftirtöldum nefndum:
Skipulagsnefnd:
Unnsteinn Jónsson, kt. 151263-4029, tekur sæti aðalmanns og Hanna Dögg Maronsdóttir, kt. 010682-4369, tekur sæti varamanns.  Hanna Dögg var áður aðalmaður og Unnsteinn varamaður.
Félagsmálaráð:
Ragnar Sigurðsson, kt. 081280-3559, tekur sæti varamanns í stað Guðmundar Egils Erlendssonar, kt. 140775-3989.

Einnig lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa V-lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs:
Samfélags- og mannréttindaráð:
Margrét Ríkarðsdóttir, kt. 110154-2919, tekur sæti aðalmanns í stað Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, kt. 010454-3529.
Huginn Freyr Þorsteinsson, kt. 291278-3029, tekur sæti varamanns í stað Margrétar Ríkarðsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 218. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum, dags. 10. september 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. september 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 219. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 17. september 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 17. september 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Brekkusíða 16 - deiliskipulagsbreyting vegna breytingar á bílastæðum
2008080033
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september 2008:
Erindi dags. 27. maí 2008 þar sem Karl Ingimarsson, kt. 010566-4449 og Hanna Sigurjónsdóttir, kt. 031070-2959, fara fram á að þrjú almenn bílastæði fyrir framan hús þeirra nr. 16 við Brekkusíðu verði felld niður. Erindið var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2008. Þrjár athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september 2008.
Skipulagsnefnd fellst á að núverandi grasbali og grenitré fái að standa og að ekki verði gerð breyting þar á en stæðum fækkað úr þremur í tvö fyrir framan hús nr. 16. Einnig er lagt til að skilgreind verði fjögur stæði framan við hús nr. 9. Innan lóða eru nú þegar skilgreind tvö sérafnotabílastæði. Með þessu verða skilgreind sex aukabílastæði fyrir íbúa hverfisins til almennra nota.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði þannig breytt samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Naustahverfi 1 - Skálatún 2-4-6 - breyting á lóðarstærð
2008080034
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. september 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Skálatún 2-6 um minnkun lóðarinnar var grenndarkynnt frá  18. ágúst til 15. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Grunnskólar Akureyrar - samval
2008080083
Að ósk bæjarfulltrúa Elínar M. Hallgrímsdóttur fór fram kynning um þróun valgreina í grunnskólum Akureyrar - 6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 1. september 2008.  
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.