Bæjarstjórn

3253. fundur 16. september 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3253. fundur
16. september 2008   kl. 16:00 - 17:46
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. ágúst 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 214. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 13. ágúst 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 13. ágúst 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. ágúst 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 215. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 20. ágúst 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 20. ágúst 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. september 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 216. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 27. ágúst 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 27. ágúst 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. september 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 217. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 3. september  2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. september 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Dalsbraut - KA svæði - deiliskipulag
2008080097
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. ágúst 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi KA svæðisins auk lóðar Lundarskóla, leikskóla og svæðis við Dalsbraut sem er unnið af X2 í samvinnu við skipulagsdeild. Hönnuður X2 Ómar Ívarsson mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd fer fram á nokkrar lagfæringar á uppdrættinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Jafnréttissáttmáli Evrópu
2008080065
1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 10. september 2008:
Íslenskum sveitarfélögum gefst kostur á að gerast aðilar að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla með því að undirrita hann á Landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga 19. september nk. Málið var áður á dagskrá 27. ágúst sl.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær gerist aðili að sáttmálanum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu samfélags- og mannréttindaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Samningur Öldrunarheimila Akureyrar við FSA um öldrunarlæknaþjónustu
2008020113
Að ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar Stefánsdóttur fór fram kynning og umræða á samningi milli Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) og Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) um öldrunarlæknaþjónustu - 6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. ágúst 2008.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


8.          Umhverfisátak 2008
2008030100
Bæjarfulltrúi Hjalti Jón Sveinsson óskaði eftir umræðum um umhverfisátak Akureyrarbæjar sem hann kynnti á fundinum - 4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 24. júlí 2008.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
       
Kristín Sigfúsdóttir óskar bókað:
   "Ég beini þeim eindregnu tilmælum til umhverfisnefndar að hún láti vinna umhverfisvísa fyrir Akureyrarkaupstað.  Umhverfisvísar skrá álag, ástand og aðgerðir í umhverfismálum  hverju sinni.  Með notkun umhverfisvísa verður samanburður við önnur sveitarfélög og eftirfylgni í umhverfismálum auðveldari."Fundi slitið.