Bæjarstjórn

3252. fundur 01. júlí 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3252. fundur
1. júlí 2008   kl. 16:00 - 17:53
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Hermann Jón Tómasson
María Hólmfríður Marinósdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Dýrleif Skjóldal
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 209. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í  24 liðum og dags. 11. júní 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 11. júní 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 210. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í  12 liðum og dags. 18. júní 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. júní 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Glerárdalur - deiliskipulag - svæði fyrir akstursíþróttir og skotfélag
2006050092
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2008:
Tillaga að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal var auglýst þann 12. mars 2008 með athugasemdafresti til 23. apríl 2008.  116 athugasemdir bárust, sjá meðfylgjandi samantekt.

Borist hafa umsagnir um deiliskipulagstillöguna vegna seinni auglýsingar hennar  frá eftirtöldum aðilum:
1) Skipulagsstofnun.
2) Fornleifavernd ríkisins/Minjaverði Norðurlands eystra.
3) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
4) Vegagerðinni.
5) Umhverfisstofnun, umsögn barst 19. maí 2008 eða tæpum  mánuði eftir að athugasemdafresti lauk.
(sjá nánar um athugasemdir og svör í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2008.)

Svör við innsendum athugasemdum eru í fylgiskjali merkt "Akstursíþróttasv. - ath. og svör 28.05.2008" sem hægt er að nálgast með bókun þessari. Jafnframt verða svörin send til þeirra sem athugasemdir gerðu. (sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2008.)

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að loknum uppkaupum landskika verði deiliskipulagstillagan samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.  
Jóhannes Árnason greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Undirhlíð - Miðholt - deiliskipulag
2007090026
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008:
Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit er markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut var auglýst frá 27. mars til 8. maí 2008.
Haldnir voru tveir opnir kynningarfundir 22. ágúst 2007 og 22. apríl 2008 þar sem tillögur voru kynntar íbúum hverfisins sem og öðrum. Einnig óskaði hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis eftir fundi með skipulagsstjóra þ. 28. mars 2007 þar sem m.a. drög að tillögunni voru kynnt.
5 einstaklingar sendu inn athugasemdir og 2 undirskriftarlistar með alls 457 undirskriftum bárust á athugasemdartíma. Við yfirferð kom í ljós að a.m.k. 37 aðilar voru skrifaðir á báðum listum, 10 voru yngri en 18 ára og 6 með lögheimili utan Akureyrar. (Sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008).
Í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar 2008, áður en deiliskipulagstillagan var auglýst, mótmæltu átta manns hæð fjölbýlishúsanna við Undirhlíð. Þau voru jákvæð gagnvart lægri íbúðabyggð og þéttingu byggðar á reitnum.

Innihald athugasemda er lýst í fylgiskjali merkt "Undirhlíð - ath. og svör 25.06.2008".

Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 gerir ráð fyrir þéttingu byggðar á reitnum, nýrri íbúðarbyggð með þéttleika allt að 25 íb/ha. Samkvæmt því er heimilt að byggja 57 íbúðir á svæðinu. Skipulagsnefnd fer því fram á að gerð verði leiðrétting í greinargerð hvað fjölda íbúða varðar.
Skipulagsstjóra falið að leggja fyrir skipulagsnefnd tillögur frá hönnuðum um nánari útfærslu á formi og efnisvali bygginganna við skil á aðaluppdráttum.
Svör við innsendum athugasemdum eru í fylgiskjali merkt "Undirhlíð - ath. og svör 25.06.2008" sem hægt er að nálgast með bókun þessari. Jafnframt verða svörin send til þeirra sem athugasemdir gerðu.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.  
Jóhannes Árnason óskar bókað:
   "Ég greiði atkvæði gegn þessari afgreiðslu. Ég tek undir stóran hluta þeirra athugasemda þar sem því er haldið fram að um sé að ræða of stórkarlalegar byggingar. Þótt yfirleitt sé æskilegt að nýta byggingarland vel þá er hætta á því að svo stór hús verði yfirþyrmandi. Framkvæmdir geta valdið umtalsverðri hættu á skemmdum á mannvirkjum og geta breytt ásýnd svæðisins alls mjög mikið. Eðlilegast væri að hafna þeirri tillögu sem hér er til umfjöllunar og fela skipulagsdeild Akureyrarbæjar að útbúa hóflegri tillögu um byggð á svæðinu. "
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með  7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Odds Helga Halldórssonar, Baldvins H. Sigurðssonar og Dýrleifar Skjóldal.
Sigrún Stefánsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


5.          Kaupvangsstræti 1 - breyting á deiliskipulagi
2008050053
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008:
Erindi dags. 8. maí 2006 þar sem Gísli Gestsson, f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, sækir um stækkun á lóðinni Kaupvangsstræti 1 til suðurs samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi var sent í grenndarkynningu þann 20. maí 2008 og lauk henni þann 18. júní 2008.
Athugasemd barst frá 8 aðilum af 16 er grenndarkynninguna fengu, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri viðbyggingu við húsið þar sem hún muni skerða útsýni frá húsum þeirra og rýra gildi og sögu þeirra gömlu húsa sem standa við Hafnarstræti.
Svar við athugasemd:
Framlögð deiliskipulagstillaga snýst um heimild til lóðarstækkunar. Nú þegar er heimild til stækkunar hússins samkvæmt núgildandi deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsnefnd getur því ekki tekið efnislega á rökum bréfritara þar sem þau byggja á mótmælum við viðbyggingu hússins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson og Dýrleif Skjóldal sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Naustahverfi 1 - reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi Baugatúni 8
2008060069
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Baugatún var send í grenndarkynningu þann 19. júní 2008 sbr. bókun skipulagsnefndar þann 28. maí 2008 (BN080185).
Grenndarkynningunni lauk þann 24. júní 2008  þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu hafa samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - reglur
2008060053
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. júní 2008:
Lögð fram að nýju tillaga að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða og viðeigandi verklagsreglum. Málið var áður á dagskrá 16. júní sl.
Félagsmálaráð samþykkir framkomna tillögu um breytingar á reglum og verklagsreglum.

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. júní 2008:
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða og viðeigandi verklagsreglum. Málið var á dagskrá félagsmálaráðs 16. og 23. júní 2008.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða og viðeigandi verklagsreglum með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Leiguíbúðir - gjaldskrá
2008060094
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. júní 2008:
Lögð fram tillaga um hækkun á gjaldskrá í leiguíbúðum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hefur á fundum sínum 13. september og 15. nóvember 2007 fjallað um úttekt framkvæmdastjórnar á leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Þar fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja tillögur um breytingar á reglum og samþykktum fyrir bæjarráð. Í útektinni var m.a. lögð til hækkun leigu umfram vísitölu.
Lagt er til að gjaldskrá húsaleigu hækki um 6% þann 1. október 2008.  Jafnframt hækki lágmörk og  hámörk leigu um 6% frá sama tíma.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um hækkun á gjaldskrá í leiguíbúðum Akureyrarbæjar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Odds Helga Halldórssonar og Dýrleifar Skjóldal.


9.          Endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2007
2006120026
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 25. júní 2008:
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar til ársins 2011.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar.
Guðlaug Kristinsdóttir og Margrét Ríkarðsdóttir óska bókað:  "Vegna mikilvægis starfs jafnréttisráðgjafa leggja fulltrúar VG og Framsóknar áherslu á að um sérstaka stöðu sé að ræða og ráðið verði í hana sem slíka."

Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu:
   "Vegna mikilvægis starfs jafnréttisráðgjafa legg ég áherslu á að um sérstaka stöðu sé að ræða og ráðið verði í hana sem slíka."
Jóhannes Gunnar óskaði eftir að tillagan yrði borin upp til atkvæða.
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar, Odds Helga Halldórssonar, Baldvins H. Sigurðssonar og Dýrleifar Skjóldal.

Kristján Þór Júlíusson óskaði eftir að kaflinn "Nefndir, ráð og stjórnir" yrði borinn upp sérstaklega og var hann samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.
Kristján Þór Júlíusson, Oddur Helgi Halldórsson og Þórarinn B. Jónsson sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að endurskoðaðri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar til ársins 2011 með 10  samhljóða atkvæðum.
Jóhannes Gunnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu.


10.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007
2008030091
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. júní 2008:
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 24. júní 2008:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.


Fundi slitið.