Bæjarstjórn

3251. fundur 24. júní 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3251. fundur
24. júní 2008   kl. 16:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2008
2008050130
Lögð fram tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2008:
Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst 2008 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Haldinn verður bæjarstjórnarfundur 1. júlí nk.,  en ekki aðrir fundir nema þörf krefji  eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnramt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. júní 2008:
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:
Bjarni Smári Jónasson, kt. 270755-0039, tekur sæti aðalmanns  í stað Vilborgar Jóhannsdóttur, kt. 100559-7819.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Einnig lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í stjórn Héraðsnefndar Eyjafjarðar:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, kt. 230566-2919 tekur sæti aðalmanns í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar, kt. 150757-2669, sem verður varamaður.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júní 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 207. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 10 liðum og dags. 28. maí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 28. maí 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júní 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 208. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í  21 lið og dags. 4. júní 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 4. júní 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Krossaneshagi - iðnaðarsvæði - breyting á nýtingarhlutfalli A- hluta
2008040022
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júní 2008:
Tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum deiliskipulags A-hluta Krossaneshaga. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á nýtingarhlutfalli á lóðinni nr. 5 við Baldursnes úr 0,3 í 0,45 og leyfð hækkun á nýtingarhlutfalli í 0,55 fyrir B-rými. Á lóðunum Goðanes 1 og 3 verður leyft nýtingarhlutfall 0,3 miðað við byggingu á 1 hæð en 0,5 ef bygging er á 2 hæðum.
Einnig er um að ræða þá breytingu á nýtingarhlutfalli allra annarra lóða sem eru með nýtingarhlutfall 0,3 skv. deiliskipulagi, að heimilt verður að gera millifleti/milliloft innanhúss með nýtingarhlutfalli allt að 0,1 til viðbótar nýtingarhlutfalli 0,3.
Tillagan var auglýst frá 16. apríl 2008 til 28. maí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt  og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Skarðshlíð - deiliskipulagsbreyting - íþróttasvæði Þórs
2008040073
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júní 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem um er að ræða breytingu á hámarkshæð stúkumannvirkis úr 10 m í 11 m yfir jörð framan stúku, að auka leyfilegt byggingarmagn aðstöðu undir og tengdri stúkunni úr 600 m² í 1600 m², færa bílastæði fyrir fatlaða upp fyrir stúku og heimila akstur fatlaðra eftir göngustígnum að þeim, ásamt því að stækka byggingarreit til austurs, nær vallarsvæði, um 3,83 m  var auglýst þann 23. apríl 2008 með athugasemdafresti til 4. júní 2008.
Engin athugasemd barst. Ósk hefur borist frá Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra að gert verði ráð fyrir 3 bílastæðum fyrir fatlaða á stúkusvæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að bætt verði við einu stæði fyrir fatlaða vestan stúkunnar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes Gunnar Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 - fyrri umræða
2008030091
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. júní 2008:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007.
Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Ari Stefánsson endurskoðendur frá KPMG mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.  
Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson, Sigrún Stefánsdóttir og Helena Þ. Karlsdóttir ásamt starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.