Bæjarstjórn

3250. fundur 03. júní 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3250. fundur
3. júní 2008   kl. 16:00 - 16:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs
2008050128

1.   Kosning forseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Kristján Þór Júlíusson 7 atkvæði,
      4 seðlar voru auðir.
      Kristján Þór Júlíusson er réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2.   Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi
      Sigrún Stefánsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
      Lýsti forseti Sigrúnu Stefánsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.

      Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi  Jóhannes Gunnar
      Bjarnason 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
      Lýsti forseti Jóhannes Gunnar Bjarnason réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3.   Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
      Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
          Helena Þ. Karlsdóttir
          Oddur Helgi Halldórsson
      og varamanna:
          Elín M. Hallgrímsdóttir
          Baldvin Halldór Sigurðsson

      Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2.          Kosning bæjarráðs til eins árs
2008050129
Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
     Hermann Jón Tómasson - formaður
     Elín Margrét Hallgrímsdóttir - varaformaður
     Hjalti Jón Sveinsson
     Baldvin Halldór Sigurðsson
     Jóhannes Gunnar Bjarnason
     Oddur Helgi Halldórsson (áheyrnarfulltrúi)
og varamanna
    Sigrún Stefánsdóttir
    Sigrún Björk Jakobsdóttir
    Kristján Þór Júlíusson
    Kristín Sigfúsdóttir
    Gerður Jónsdóttir
    Víðir Benediktsson (áheyrnarfulltrúi)

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 205. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 12 liðum og dags. 14. maí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 14. maí 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. maí 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 206. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 17 liðum og dags. 21. maí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 21. maí 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 14. maí 2008:
Stjórnsýslunefnd fjallaði um hugmyndir og tillögur sem komu fram í málstofum á íbúaþingi í Brekkuskóla 12. apríl sl.
Stjórnsýslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd lýðræðisdagsins og stefnir að því að halda slíkt málþing aftur í febrúar 2009. Samandregnar hugmyndir og tillögur birtust í Vikudegi 30. apríl sl. sem var dreift á hvert heimili í bænum. Einnig hafa stjórnendur bæjarins fjallað um hugmyndirnar á starfsdegi.
Stjórnsýslunefnd hefur flokkað hugmyndirnar eftir málaflokkum og beinir þeim tilmælum til fastanefnda bæjarins að þær taki hugmyndirnar til umfjöllunar og samþættingar við núverandi starfsáætlanir. Stjórnsýslunefnd óskar eftir upplýsingum um hvaða hugmyndum og tillögum verði hrint í framkvæmd.  

Umræður fóru fram í bæjarstjórn um lýðræðisdaginn, framkvæmd hans og verklag í framhaldinu.


Fundi slitið.