Bæjarstjórn

3249. fundur 20. maí 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3249. fundur
20. maí 2008   kl. 16:00 - 18:34
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Ásgeir Magnússon
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 203. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum og dags. 30. apríl 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 30. apríl 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 204. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 22 liðum og dags. 7. maí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 7. maí 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Rangárvellir - iðnaðarsvæði. Deiliskipulagsbreyting
2008050047
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2008:
Erindi dagsett 22. apríl 2008 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustunnar hf., kt. 410283-0349, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi reits 1.42.10.I, sem er í eigu  Gámaþjónustunnar hf. og skilgreindur er sem iðnaðarsvæði í Aðalskipulagi Akureyrar.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Naustahverfi - 2. áfangi. Deiliskipulagsbreyting - Brekatún 2
2008050065
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2008:
Erindi dagsett 6. mars 2008 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Brekatún. Óskað er eftir að hafa húsið 9 hæðir með aðeins efstu hæðina inndregna og stækkun bílgeymslu á 1. hæð um 1,5 m til vesturs með viðeigandi lóðarstækkun.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Mýrarvegur - breyting á deiliskipulagi
2008050050
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða og götu nyrst í Mýrarvegi. Tillagan er unnin af Form og felst í breytingum á lóðum fjölbýlishúsa vestan Mýrarvegar, bílastæðum og útfærslu götu og byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni Kambsmýri 14.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Rauðamýri 11- breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning vegna byggingar bílgeymslu
2008020001
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Erindi dagsett 11. desember 2007 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorsteins H. Vignissonar, kt. 310761-4279, sækir um að byggja stærri bílgeymslu við húsið nr. 11 við Rauðumýri. Gildandi deiliskiplag gerir ráð fyrir staðsetningu bílskúra í suðausturhluta lóðar í stað suðvesturhluta. Einnig að byggja stærri bílgeymslu en deiliskipulag gerir ráð fyrir, eða 49,7 m² í stað 32 m².
Erindi var sent í grenndarkynningu 1. febrúar 2008 með athugasemdarfresti til 29. febrúar 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Naustahverfi 1 - reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis
2008010170
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008, sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á 8. apríl 2008.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Naustahverfi 1, reit 1 og 2, verslunarlóð o.fl., var auglýst þann 7. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum samhljóða með fyrirvara um birtingu auglýsingar umhverfisráðuneytisins í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. bréf ráðuneytisins dags. 6. maí 2008, um staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem deiliskipulagstillagan byggir á.


8.          Eyrarlandsvegur FSA - 147646 - deiliskipulag
2008010171
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2008:
Tillaga að deiliskipulagi lóðar FSA við Eyrarlandsveg var auglýst þann 7. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
2 athugasemdir bárust (sjá athugasemdir og svör í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2008).
Skipulagsnefnd samþykkir að sett verði inn á uppdrátt greinargerð um minjavernd vegna mögulegra fornleifa á umræddum svæðum sem fram koma í bréfi minjavarðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum með fyrirvara um birtingu auglýsingar umhverfisráðuneytisins í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. bréf ráðuneytisins dags. 6. maí 2008, um staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem deiliskipulagstillagan byggir á."


9.          Tillaga um frestun laga um undanþágu á EES-samningi
2008040077
Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúunum Kristínu Sigfúsdóttur og Baldvini H. Sigurðssyni:
  "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar skorar á ríkisstjórn Íslands að fresta afgreiðslu frumvarps laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins. Á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu er eitt öflugusta landbúnaðar- og matvælasvæði landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér róttækar breytingar á rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu en með því er opnað fyrir óheftan innflutning á hráu kjöti og ýmsu hrámeti til landsins. Það er því algjört lágmark að fresta málinu um sinn til að gefa hagsmunaaðilum í greininni og ríkisstjórninni meiri tíma til að gera ráðstafanir svo að hægt sé að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu og landbúnað."  
Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson greiddu atkvæði á móti afgreiðslu.
Jóhannes Gunnar Bjarnason og Víðir Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - íþróttaráð
2007120030
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun íþróttaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.