Bæjarstjórn

3248. fundur 06. maí 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3248. fundur
6. maí 2008   kl. 16:00 - 17:54
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
        Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að 4. og 5. liður í útsendri dagskrá verði teknir af dagskrá þar sem ekki lá fyrir í B-deild Stjórnartíðinda staðfesting á Aðalskipulagstillögum Akureyrarbæjar af viðkomandi svæðum.
         Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 200. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 18 liðum og dags. 9. apríl 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. apríl 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 201. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 12 liðum og dags. 16. apríl 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. apríl 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 202. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 22 liðum og dags. 25. apríl 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. apríl 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Spítalavegur - Steinatröð - Tónatröð - deiliskipulag - endurskoðun
2008040125
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi við Spítalaveg, Steinatröð og Tónatröð sem er unnin af Hermanni G. Gunnlaugssyni frá Storð ehf. í samvinnu við skipulagsdeild.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan að endurskoðuðu deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Framkvæmdafrestir á veittum lóðum - bráðabirgðaundanþága
2006010154
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2008:
Að beiðni bæjarstjóra er óskað eftir því að undanþága verði gerð frá samþykktum vinnureglum um framkvæmdafresti á veittum lóðum vegna ástands á byggingarmarkaði. Lagt er til að hægt verði að framlengja framkvæmdafresti í allt að eitt ár berist um það beiðni frá lóðarhöfum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umrædd undanþága verði veitt og gildi í eitt ár.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - umhverfisnefnd
2007120030
Hjalti Jón Sveinsson bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar gerði grein fyrir starfsáætlun umhverfisnefndar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.