Bæjarstjórn

3247. fundur 22. apríl 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3247. fundur
22. apríl 2008   kl. 16:00 - 18:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 199. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 10 liðum og dags. 2. apríl 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. apríl 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Skarðshlíð - deiliskipulagsbreyting - íþróttasvæði Þórs
2008040073
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2008:
Erindi dags. 8. apríl 2008 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um að ný samþykktu deiliskipulagi verði breytt. Um er að ræða breytingu á hámarkshæð stúkumannvirkis úr 10 m í 11 m yfir jörð framan stúku, að auka leyfilegt byggingarmagn aðstöðu undir og tengdri stúkunni úr 600 m² í 1600 m², færa bílastæði fyrir fatlaða upp fyrir stúku og heimila akstur fatlaðra eftir göngustígnum að þeim, ásamt því að stækka byggingarreit til austurs, nær vallarsvæði, um 3,83 m.  
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson, Kristín Sigfúsdóttir og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.


3.          Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar - stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar
2008040054
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. apríl 2008:
Erindi dags. 10. apríl 2008 frá Áskeli Erni Kárasyni f.h. barnaverndarnefndar Eyjafjarðar varðandi stefnu og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.
Bent er á að samkvæmt 9. gr. laga nr. 80/2002 um vernd barna og ungmenna, segir að sveitarstjórnir skuli marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Það er mat nefndarinnar að eðlilegt sé að gera slíka áætlun sameiginlega fyrir sveitarfélögin Akureyri, Arnarneshrepp, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandarhrepp, þar sem barnaverndarstarf þeirra er sameinað í einni nefnd. Meðfylgjandi er stefna og framkvæmdaáætlun sem nefndin hefur fjallað um og samið og er hún send sveitarfélögum til kynningar og staðfestingar, áður en hún verður send félags- og tryggingamálaráðuneytinu og Barnaverndarstofu.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu og framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar Eyjafjarðar á sviði barnaverndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - skólanefnd
2007120030
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar gerði grein fyrir starfsáætlun skólanefndar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið

     

Fundi slitið.