Bæjarstjórn

3246. fundur 08. apríl 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3246. fundur
8. apríl 2008   kl. 16:00 - 18:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tillaga frá Samfylkingunni um breytingar í nefnd svohljóðandi:
Framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Helena Þ. Karlsdóttir, kt. 280867-5789, tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar, kt. 130459-2939 og Hermann Jón tekur sæti varamanns í stað Helenu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 196. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 20 liðum og dags. 12. mars 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. mars 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
19. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 197. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 14 liðum og dags. 19. mars 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
20. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 198. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 7 liðum og dags. 26. mars 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 26. mars 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á reit 3.21.7 O í Naustahverfi
2008010166
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breytingu á reit 3.21.7 O, skv.  Aðalskipulagi, um breytingu á hluta reitsins sem er nyrst og vestast í Naustahverfi en með breytingunni verður verslunar- og þjónustustarfsemi heimil á reitnum, var auglýst þann 7. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Naustahverfi 1. áfangi - reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis
2008010170
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Naustahverfi 1, reit 1 og 2, verslunarlóð o.fl., var auglýst þann 7. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á reit 2.52.8 S lóð FSA
2008010167
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breytingu á reit 2.52.8 S, skv. Aðalskipulagi, um  breytingu á afmörkun svæðis Sjúkrahússins á Akureyri, FSA var auglýst þann 7. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Krossanes - breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis
2008010239
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi dags. 28. janúar 2008 vegna stækkunar á lóð fyrir aflþynnuverksmiðju og lóð fyrir asfalttank ásamt breytingum því tengdu var auglýst þann 13. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 26. mars 2008.
Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra áður en deiliskipulagstillagan fær endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn að vinna greinargerð um hvernig umhverfissjónarmið hafi verið felld inn í áætlunina og hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfisskýrslu og athugasemdum sem bárust á kynningartíma við umhverfisskýrsluna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1-3-5 - breyting á deiliskipulagi
2008010241
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hólmatúns 1-5, sem gerir ráð fyrir að í stað einnar lóðar og eins byggingarreits á lóðinni, verði lóðirnar tvær, önnur fyrir verslun/þjónustu og hin fyrir fjölbýlishús með bílakjallara, var auglýst þann 13. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 26. mars 2008.
2 athugasemdir bárust (sjá athugasemdir og svör í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008).
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Fram kom tillaga frá Baldvini H. Sigurðssyni um að fresta afgreiðslu og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur.
Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu.
       
Baldvin H. Sigurðsson lagði fram bókun svohljóðandi:
   "Bæjarfulltrúar Vistri hreyfingarinnar græns framboðs óska að bókuð verði ósk þeirra um að breytingu á deiliskipulagi við Hólmatún verði frestað og reynt að ná samkomulagi við íbúa við Hólatún og Klettatún með því að halda fund með skipulagsyfirvöldum og íbúum sem gerðu athugasemdir við tillöguna."

10.          Grænhóll - breyting á deiliskipulagi
2008010240
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæði við Grænhól dags.  28. janúar 2008 þar sem um er að ræða sameiningu lóða nr. 7, 9, 11 og 13 við Sjafnargötu og stækkun lóðar og byggingarreits á lóð nr. 2 við Sjafnargötu var auglýst þann 13. febrúar 2008  með athugasemdafresti til 26. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Aðalstræti 42 - breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning vegna viðbyggingar
2008020155
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Erindi dags. 10. janúar 2008 þar sem Logi Einarsson f.h. húseigenda að Aðalstræti 42, Margrétar Arnardóttur, kt. 280168-3519 og Guðmundar Guðmundssonar, kt. 220966-4379, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem miðar að því að byggja viðbyggingu við húsið. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 26. febrúar 2008 með athugasemdafresti til 25. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


12.          Krossaneshagi - iðnaðarsvæði - breyting á nýtingarhlutfalli A-hluta
2008040022
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum deiliskipulags A-hluta Krossaneshaga. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á nýtingarhlutfalli á lóðinni nr. 5 við Baldursnes úr 0,3 í 0,45 og leyfð hækkun á nýtingarhlutfalli í 0,55 fyrir B-rými. Á lóðunum Goðanes 1 og 3 verður leyft nýtingarhlutfall 0,3 miðað við byggingu á 1 hæð en 0,5 ef bygging er á 2 hæðum.
Einnig er um að ræða þá breytingu á nýtingarhlutfalli allra annarra lóða sem eru með nýtingarhlutfall 0,3 skv. deiliskipulagi, að heimilt verður að gera millifleti/milliloft innanhúss með nýtingarhlutfalli allt að 0,1 til viðbótar nýtingarhlutfalli 0,3.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


13.          Eyjafjarðarbraut - flugbraut - framkvæmdaleyfi
2008040023
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. apríl 2008:
Erindi dags. 11. mars 2008 þar sem Sigurður Hermannsson f.h. Flugstoða ohf., kt. 670706-0950, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu Akureyrarflugvallar ásamt tilheyrandi öryggissvæðum, gerð fyllingar fyrir stefnuvita við Leiruveg, gerð plans fyrir aðflugshallasendi og gerð aðflugsljósa sunnan flugbrautar.  Meðfylgjandi eru yfirlitsmyndir og nánari skýringar.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn og telur að framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsgögn og leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


14.          Samgöngumál í Eyjafirði
2008040026
Umræður um samgöngumál.  
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir mikilli ánægju með nýlegar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum. Í  fyrsta lagi, með þá ákvörðun  að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga strax á næsta ári. Útlit er fyrir að göngin verði komin í gagnið um svipað leyti og framkvæmdir við álver á Bakka hefjast, en nú í vikunni var ákveðið að ráðast í gerð formlegs umhverfismats vegna álversins.
Þá er ekki síður mikilvægt að strax í ár verður hafist handa við lengingu Akureyrarflugvallar. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa lengi barist fyrir þessum framkvæmdum sem styrkja til muna forsendur fyrir vexti og atvinnuþróun á Norðausturlandi.
Í öðru lagi, nýlegt samkomulag ríkis og borgar um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Bygging samgöngumiðstöðvar er löngu tímabær framkvæmd sem bætir til muna aðbúnað þeirra sem ferðast flugleiðis til og frá höfuðborginni. Jafnframt verður í samgöngumiðstöðinni aðstaða fyrir fleiri flugrekstraraðila í innanlandsflugi sem ætti að skapa möguleika á samkeppni í þessum rekstri."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.15.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - félagsmálaráð
2007120030
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun félagsmálaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
       
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram bókun svohljóðandi:
   "Bæjarfulltrúar VG lýsa yfir vonbrigðum sínum með að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi ekki tekið undir óskir um áframhaldandi uppbyggingu Öldrunarheimila Akueyrarkaupstaðar. Með sama áframhaldi stefnir í húsnæðisvandræði á Öldrunarheimilum Akureyrar, þrátt fyrir að lögð sé rík áhersla á að fólk dvelji sem lengst heima og njóti þjónustu þar.
Lengri biðtími eftir viðtali hjá heimilislækni og í fjölskylduráðgjöf er áhyggjuefni og þarf að vinna bug á því með auknum stöðuveitingum. Einnig þarf enn frekar að bæta við í heimahjúkrun og heimaþjónustu, ekki síst þegar Seli verður lokað. Við treystum því að félagsmálaráði í samráði við fagaðila verði falið að leggja fastmótaðar tillögur um auknar stöðuveitingar fyrir yfirvöld við gerð nýrra þjónustusamninga.
Lagt er til að í sumarbyrjun liggi fyrir áætlun frá félagsmálráði um hvernig leysa eigi brýnasta vandann á félagslega leigumarkaðnum. Mjög aðkallandi er að leysa brýnasta vandann helst strax með útleigu 10-12 íbúða.
Ennfremur er nauðsynlegt að leysa úr þrengslum og vanköntum sem skammtímavistun fyrir fatlaða býr við. Við teljum að bæjarstjórn eigi að setja málið í forgang, svo húsnæðisvandinn verði leystur fyrir haustið, eða í síðasta lagi um áramót.
Að lokum vilja bæjarfulltrúar VG ítreka enn og aftur fyrri bókanir um að leggja skuli af hugmyndir sem verið hafa um flutning og breytingar á starfsemi Menntasmiðjunnar. Meirihlutinn hefur hvorki fært málefnaleg né fagleg rök fyrir breytingunni. Í ljósi þess árangurs sem Menntasmiðjurnar báðar hafa náð, sæta þær humyndir furðu."Fundi slitið.