Bæjarstjórn

3245. fundur 18. mars 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3245. fundur
18. mars 2008   kl. 16:00 - 19:21
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088

Forseti leitaði afbrigða til að taka málið á dagskrá og var það samþykkt.
Lögð fram tillaga frá Vistrihreyfingunni grænu framboði um breytingar í nefnd svohljóðandi:
Skólanefnd:
Hlynur Hallsson, kt. 250968-3379, tekur sæti varamanns í stað Örnu Guðnýjar Valsdóttur, kt. 030763-2039.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 194. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 40 liðum og dags. 27. febrúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 195. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 16 liðum og dags. 5. mars 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. mars 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Skarðshlíð - deiliskipulagsbreyting - íþróttasvæði Þórs
2008010169
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð vegna aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta var auglýst frá 23. janúar til 5. mars 2008.
Ein athugasemd barst frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 5. mars 2008. Bent er á ósamræmi í niðurröðun bílastæða fyrir fatlaða á svæðinu og spurt er hvernig tryggja eigi hreyfihömluðum aðgang að stúkunni og hvort hlið við íþróttastúku sé ekki óþarfa hindrun.
Svar við athugasemd:
Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum fyrir fatlaða á svæðinu. Í deiliskipulaginu er gerð tillaga um staðsetningu stæðanna miðað við áætlaða þörf í nálægð við þau mannvirki sem á staðnum verða. Einnig er tekið mið af því rými sem til staðar er hvað varðar fjölda stæða á hverjum stað. Í námunda við stúku og félagsheimilið Hamar eru 4 stæði sem talið er að fullnægi bílastæðaþörfinni. Að ósk FAK var farið fram á að svæðið yrði afgirt og er gert ráð fyrir aðgengi að bílastæði fyrir fatlaða næst stúku í gegnum hlið.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar og Víðis Benediktssonar.
Baldvin H. Sigurðsson og Dýrleif Skjóldal sátu hjá við afgreiðslu.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á lóð við Austursíðu fyrir Hagkaupsverslun
2008030079
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði breytt til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnasvæði 1.24.9 A við Austursíðu.
Breytingin felst í því að á athafnasvæði 1.24.9 A verði blönduð landnotkun, athafnasvæði og verslun, merkt 1.24.9 A/V.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Dýrleif Skjóldal, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Víðir Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Undirhlíð - Miðholt - deiliskipulag
2007090026
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit er markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni dags. 18. febrúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir að á fjölbýlishúsunum verði sú kvöð að þau verði fyrir 55 ára og eldri og sú kvöð verði færð inn í greinargerð deiliskipulagsins.
Meirihluti skipulagsnefndar  leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason óskar bókað:
Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu. Þarna er verið að gera ráð fyrir mjög stórum byggingum í ósamræmi við það sem fyrir er á svæðinu og mikil óvissa er um áhrif jarðvegsframkvæmda.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 7 akvæðum gegn 1 atkvæði Víðis Benediktssonar.
Sigrún Stefánsdóttir, Baldvin H. Sigurðsson og Dýrleif Skjóldal sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Naustahverfi - reitur 28 - breyting á deiliskipulagi - Krókeyrarnöf 15
2008020019
4. liður í fundargerð skipulagssnefndar dags. 12. mars 2008:
Erindi dags. 9. janúar 2008 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Friðbjörns Benediktssonar, kt. 211068-5319, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja 329 m² hús á lóðinni nr. 15 við Krókeyrarnöf í stað 300 m² skv. deiliskipulagi. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 12. febrúar 2008 og lauk henni 11. mars 2008. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Naustahverfi - 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi - Heiðartún 1-5 og Hamratún 14-20
2008020014
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2008:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi einbýlishúsalóða við Heiðartún 1-5 (stækkun byggingarreita) og parhúsalóða við Hamratún 14-20 (breyting á húsgerð og fjölda íbúða) sbr. mál SN070104 og SN080008  var send í grenndarkynningu 4. febrúar 2008 með athugasemdafresti til 3. mars 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Menntasmiðjan
2007020097
6. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 12. mars 2008:
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Gerður Jónsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
   "Ráðið lýsir yfir vilja sínum til að hlúa að og vernda starfsemi Menntasmiðju kvenna og Menntasmiðju unga fólksins. Breytingar sem kynnu að verða gerðar á menntasmiðjunum og fyrirkomulagi þeirra verða gerðar í samráði við stjórnendur hennar og fagfólk. Rætt verði við þá aðila sem hafa ráðlagt fólki að stunda nám í menntasmiðjunum í því skyni að styrkja þá þætti starfseminnar sem mestu skila notendum hennar."
Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Gerður Jónsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni en Margrét Kristín Helgadóttir, Baldur Dýrfjörð og María Marinósdóttir greiddu atkvæði á móti.

Meirihluti samfélags- og mannréttindaráðs samþykkir að vísa frá framlagðri tillögu. Jafnframt bókar meirihlutinn eftirfarandi:
   "Sjálfsagt er að skoða alla möguleika á breytingum á starfsemi Menntasmiðjunnar sem eru til þess fallnar að auka starfsemi hennar og efla árangur og að því er unnið. Verið er að ræða við ýmsa þá fagaðila sem nýtt hafa sér tilboð Menntasmiðjunnar fyrir sína skjólstæðinga, með það að markmiði að efla starfsemina í samvinnu við þá aðila sem í dag eru að veita þjónustu á þessu sviði. Í vinnunni hingað til hefur verið haft að leiðarljósi að vernda þá hugmyndafræði sem lögð hefur verið til grundvallar í starfi Menntasmiðjunnar."

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Gerður Jónsdóttir óska bókað að málinu verði vísað til úrskurðar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir bókun meirihluta samfélags- og mannréttindaráðs með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar, Dýrleifar Skjóldal og Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar
2007120030
Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.