Bæjarstjórn

3244. fundur 04. mars 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3244. fundur
4. mars 2008   kl. 16:00 - 19:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. febrúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 192. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 9 liðum og dags. 13. febrúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 13. febrúar 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. febrúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 193. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 9 liðum og dags. 20. febrúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 20. febrúar 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Glerárdalur - deiliskipulag akstursíþrótta- og skotfélags
2006050092
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. febrúar 2008:
Tillaga að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.
37 athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust einnig um deiliskipulagstillöguna samfara auglýsingu hennar á fyrri stigum.
Fyrir liggur ný umhverfisskýrsla unnin af Alta, Teiknum á lofti og Skipulagsdeild Akureyrarbæjar ásamt yfirfarinni hljóðvistarskýrslu Línuhönnunar "Mat á áhrifum hljóðvistar - viðbætur".
Í ljósi þess að búið er að vinna nýja umhverfisskýrslu, yfirfara hljóðvistarskýrslu, leita formlegra umsagna og taka tillit til innsendra athugasemda eins og kostur er telur meirihluti skipulagsnefndar eðlilegt að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju þannig að almenningi gefist kostur á að rýna endurbætt gögn um tillöguna og gera athugasemdir við hana að nýju ef svo ber við.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason óskar bókað:
Ég greiði atkvæði gegn því að auglýsa þessa tillögu aftur þar sem litlar breytingar hafa verið gerðar varðandi þau atriði sem mestar athugasemdir voru gerðar við.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


4.          Fjölgun opinberra starfa á Akureyri
2008010196
Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúunum Baldvini H. Sigurðssyni og Kristínu Sigfúsdóttur:
 "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir fullum stuðningi við áskorun Eyþings frá stjórnarfundi 15. febrúar árið 2008. Þar er því beint til alþingismanna kjördæmisins að þeir bregðist þegar við áskorun um að gefa Norðlendingum möguleika á að efla Akureyri sem byggðakjarna með því að flytja opinber störf, sem auðveldlega er hægt að sinna utan höfuðborgarsvæðisins til Akureyrar. Flutningur opinberra stofnana og starfa á landsbyggðina er liður í byggðaáætlun sem framfylgja skal árin 2006-2009."
Hermann Jón Tómasson lagði fram eftirfarandi tillögu:
 "Flutningur opinberra stofnana og starfa á landsbyggðina er margyfirlýst markmið stjórnvalda, m.a. í gildandi byggðaáætlun. Akureyri er langstærsta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins og gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir Norður- og Austurland.  Það liggur þess vegna beint við að horfa til Akureyrar þegar opinberum stofnunum eða störfum á þeirra vegum er fundinn staður á landsbyggðinni. Það á að vera sameiginlegt verkefni bæjaryfirvalda og stjórnvalda að styrkja Akureyri sem byggðakjarna með því að efla þá opinberu starfsemi sem þegar er til staðar og fjölga opinberum störfum í bæjarfélaginu. Til þess að vinna að þessu verkefni samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að setja á fót vinnuhóp sem móta skal tillögur um leiðir til fjölgunar opinberra starfa á Akureyri."
Tillaga Hermanns Jóns Tómassonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Tillaga Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur kom ekki til afgreiðslu þar sem fyrir lá samkomulag aðila um þá málsmeðferð.


5.          Uppbygging og rekstur stofnunar fyrir geðsjúka afbrotamenn
2008020193
Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúunum Baldvini H. Sigurðssyni og Kristínu Sigfúsdóttur:
 "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á að Akureyrarkaupstaður geri samning við ríkið um að byggja og reka vistunarrými eða réttargeðdeild fyrir geðsjúka afbrotamenn."
Hermann Jón Tómasson lagði fram eftirfarandi tillögu:
 "Bæjarstjórn vísar tillögunni til umræðu í vinnuhópi um leiðir til fjölgunar opinberra starfa á Akureyri."
Tillaga Hermanns Jóns Tómassonar var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 


6.          Þriggja ára áætlun 2009-2011
2008010204
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. febrúar 2008:
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti áætluninni.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - stjórn Akureyrarstofu
2007120030
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.