Bæjarstjórn

3243. fundur 19. febrúar 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3243. fundur
19. febrúar 2008   kl. 16:00 - 18:56
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Ásgeir Magnússon
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að fresta afgreiðslu 4. liðar, Staðardagskrá 21 - endurskoðun og taka málið af dagskrá.
Vinna við endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri er að ljúka og það þykir rétt að taka bæði Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri og Hrísey til umræðu og afgreiðslu á sama fundi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tillaga frá D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingar í nefnd svohljóðandi:
Framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Eva Hrund Einarsdóttir, kt. 260277-4999, tekur sæti aðalmanns í stað Hjalta Jóns Sveinssonar, kt. 050353-7619.
Hjalti Jón Sveinsson tekur sæti varamanns í stað Þórarins B. Jónssonar, kt. 131144-2379.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. febrúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 190. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 9 liðum og dags. 30. janúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 30. janúar 2008 með 8 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.
3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. febrúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 191. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 2 liðum og dags. 6. febrúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 6. febrúar 2008 með 8 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


4.          Kattahald - endurskoðun samþykktar
2007110068
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. febrúar 2008:
Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað tekin til afgreiðslu.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Þriggja ára áætlun 2009-2011
2008010204
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. febrúar 2008:
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar  fyrir árin 2009-2011.
Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarkaupstaðar 2009-2011 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - samfélags- og mannréttindaráð
2007120030
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Margrét Kristín Helgadóttir  formaður samfélags- og mannréttindaráðs og gerði grein fyrir starfsemi ráðsins.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.        
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram 2 bókanir svohljóðandi:

a)   "Við erum algjörlega mótfallin því að hróflað sé við starfsemi Menntasmiðjunnar. Sérstaklega teljum við óskynsamlegt að flytja Menntasmiðju kvenna úr Rósenborg.  Nálægð við Punktinn og aðra starfsemi í Rósenborg, auk nálægðar við dagdeild Geðdeildar FSA álítum við veigamikil rök fyrir  því að halda starfseminni áfram í Rósenborg. Skammt er síðan  Menntasmiðjan var flutt undan félagsmálasviði og engin ástæða til þess að flytja hana eftir svo skamman tíma þar sem starfið hefur gengið vel í  Rósenborg. Menntasmiðju unga fólksins er óvarlegt að flytja eða leggja niður, þrátt fyrir stofnun Fjölsmiðjunnar þar sem um ósambærilega starfsemi er að ræða, annars vegar starf og starfsþjálfun en hins vegar bóknám og félagslega þjálfun. Fjölsmiðjan þarf að reyna sig fyrst áður en farið er að breyta starfseminni.
Það hlýtur að teljst afar hæpið að leggja niður eða færa starfsemi þar sem megin rökin fyrir því  eru þau, að nemendur eigi í of miklum erfiðleikum og að námstíminn sé of skammur í Menntasmiðju unga fólksins."

b)   "Við skorum á bæjarstjórn að skipa jafnréttisfulltrúa í upphafi ársins 2009, í  að minnsta kosti í hálfa stöðu. Staðan verði sjálfstæð og óháð deildarstjórastarfi samfélags og mannréttindaráðs.  Starfið verði þverfaglegt á allar deildir og stofnanir Akureyrarkaupstaðar. Starfið verði launað af sameiginlegum rekstri, svo ekki skerðist rekstarfé samfélags- og mannréttindaráðs. Áætlað verði af tekjustofnum til þessa starfs við endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Við bendum hér með á samþykkt bæjarstórnarfundar frá 7. nóvember 2006, 3.  lið, þar sem tillögu undirritaðra um að ráða í stöðu jafnréttisfulltrúa var vísað til umfjöllunar í samfélags- og mannréttindaráði með 10 samhljóða atkvæðum."


Fundi slitið.