Bæjarstjórn

3242. fundur 05. febrúar 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3242. fundur
5. febrúar 2008   kl. 16:00 - 18:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088

Forseti leitaði afbrigða til að taka málið á dagskrá og var það samþykkt.
Varabæjarfulltrúi L-lista Anna Halla Emilsdóttir, kt. 050460-3989, óskar eftir leyfi í 6 mánuði frá febrúar 2008 að telja.
Lögð fram tillaga frá L-lista Lista fólksins um breytingar í nefndum svohljóðandi:

Bæjarráð og stjórnsýslunefnd:  
Víðir Benediktsson, kt. 101259-5799, tekur sæti varamanns í fjarveru Önnu Höllu Emilsdóttur.

Skólanefnd:
Sigurveig Bergsteinsdóttir, kt. 191253-2729, tekur sæti sem aðalmaður í fjarveru Önnu Höllu Emilsdóttur.
Tryggvi Þór Gunnarsson, kt. 130565-3959, tekur sæti varamanns á sama tímabili í stað Sigurveigar Bergsteinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 188. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 16 liðum og dags. 16. janúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.
3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 189. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 15 liðum og dags. 23. janúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Giljahverfi 3. og 5. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Giljaskóla
2007090042
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi lóðar við Giljaskóla vegna fyrirhugaðar byggingar fimleika- og íþróttahúss við Giljaskóla var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Vöru- og fiskihöfn - deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár
2007090107
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi vöru- og fiskihafnar á Oddeyrartanga var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.  
Ein athugasemd barst ( sjá athugasemd og svar í fundargerð skipulagsnefndar 28. nóvember 2007).
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Krossanes - breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis
2008010239
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi dags. 28. janúar 2008 unna af Árna Ólafssyni. Breytingin felst aðallega í stækkun á lóð fyrir aflþynnuverksmiðju og lóð fyrir asfalttank ásamt breytingum því tengdu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason óskar bókað:
"Ég tel rétt að formlegt mat á umhverfisáhrifum aflþynnuverksmiðju fari fram en er samþykkur því að tillagan verði auglýst."
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Grænhóll - breyting á deiliskipulagi
2008010240
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól dags.  28. janúar 2008 unna af Árna Ólafssyni, sbr. mál SN070001 og SN070087. Um er að ræða sameiningu lóða nr. 7, 9, 11 og 13 við Sjafnargötu og stækkun lóðar og byggingarreits á lóð nr. 2 við Sjafnargötu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1-3-5 - breyting á deiliskipulagi
2008010241
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2008:
Erindi dags. 3. janúar 2008 þar sem Logi Már Einarsson leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hólmatúns 1-5. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað einnar lóðar og eins byggingarreits á lóðinni, verði lóðirnar tvær,  önnur fyrir verslun/þjónustu og hin fyrir fjölbýlishús með bílakjallara.
Skipulagsnefnd fer fram á lagfæringar á uppdrættinum og leggur til við bæjarstjórn að lagfærð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Norðurorka hf. - flutningskerfi Landsnets
2008020011
Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson óska eftir að ályktun stjórnar Norðurorku hf. dags. 16. janúar 2008 um flutningskerfi Landsnets  verði tekin fyrir í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúarnir leggja fram svohljóðandi tillögu að ályktun:
"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar tekur undir ályktun stjórnar Norðurorku frá 16. janúar 2008 og skorar á hæstvirtan iðnaðarráðherra að beita sér  fyrir því að flutningskerfi Landsnets verði styrkt hið fyrsta. Öflugar flutningslínur gefa færi á  orku til nýrra atvinnutækifæra. Auk þess sem nýting umframorku, sem væntanlega verður til á næstu áratugum vegna hækkunar í uppistöðulónum nýtist þá til atvinnusköpunar".
Tillögunni fylgir greinargerð.
Ályktunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - skipulagsnefnd
2007120030
Starfsáætlun skipulagsnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
       
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Vegna framtíðarskipulags við Torfunef.
Við viljum eindregið benda  á þá möguleika sem fólgnir eru í góðri djúpri höfn í hjarta bæjarins. Það að reka niður stálþil við Torfunef þar sem stór skip, skútur og bátar geta legið gefur mörg framtíðartækifæri tengd atvinnu- og tómstundalífi.  Jafnvel er hægt að byggja bryggjur sem þjóni sem viðlegukantar fyrir menningarminjar og ferðaþjónustufley, svo sem Húna II og gömul sögufræg skip Landhelgisgæslunnar,  flotans og Slysavarnafélagsins.
Við álítum að kanna eigi alla möguleika til að hafa bryggjur og viðleguból í "Dokkinni" við Torfunef og  kanna í því skyni hvort "Síki" verði tengt því, eða alfarið aflagt. Við bendum á sívaxandi möguleika í ferðaþjónustu og íþróttum  með siglingum eða minjum og menningarverðmætum tengdum siglingum og aðstöðu við sjóinn."Fundi slitið.