Bæjarstjórn

3241. fundur 22. janúar 2008
Bæjarstjórn - Fundargerð
3241. fundur
22. janúar 2008   kl. 16:00 - 19:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088

Forseti leitaði afbrigða til að taka málið á dagskrá og var það samþykkt.
Lögð fram tillaga frá S-lista Samfylkingar um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Félagsmálaráð:  Hreinn Pálsson, kt. 010642-7019, tekur sæti varamanns í stað Jónu Valdísar Ólafsdóttur, kt. 160374-5519.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 182. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 16 liðum og dags. 28. nóvember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 28. nóvember 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 183. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 1 lið og dags. 30. nóvember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2007 með 9 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 184. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 10 liðum og dags. 5. desember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. desember 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 185. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 14 liðum og dags. 12. desember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. desember 2007 með 8 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
24. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 186. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 9 liðum og dags. 19. desember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. desember 2007 með 10 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


7.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2008
2008010178
25. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 187. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 23 liðum og dags. 9. janúar 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2008 með 7 atkvæðum gegn 1 atkvæði Odds Helga Halldórssonar.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


8.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á reit 3.21.7 O í Naustahverfi
2008010166
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á reit 3.21.7 O skv.  Aðalskipulagi. Um er að ræða breytingu á hluta reitsins sem er nyrst og vestast í Naustahverfi en með breytingunni verður verslunar- og þjónustustarfsemi heimil á reitnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Haraldur S. Helgason sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


9.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á reit 2.52.8 S lóð FSA
2008010167
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á reit 2.52.8 S skv.  Aðalskipulagi. Um er að ræða breytingu á afmörkun svæðis Sjúkrahússins á Akureyri, FSA.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Óshólmar Eyjafjarðarár - deiliskipulag
2004030150
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Tillaga að deiliskipulagi óshólmasvæðis var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 8. desember 2004, sbr. bókun 24. mars 2004. Tillagan var auglýst af Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsveit í sameiningu og var athugasemdafrestur til 19. janúar 2005. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi flugvallarsvæðis. 13 athugasemdir við tillöguna bárust innan athugasemdafrests (sjá nánar í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008).
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Eyrarlandsvegur FSA - deiliskipulag
2008010171
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Erindi dagsett 17. júlí 2007 þar sem Halldór Jónsson f.h. Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um afmörkun og stækkun lóðar FSA við Eyrarlandsveg og Þórunnarstræti. Lögð er fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi svæðisins frá Fanneyju Hauksdóttur arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


12.          Naustahverfi 1 - reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis
2008010170
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Í framhaldi af bókun nefndarinnar frá 14. nóvember 2007 lagði skipulagsstjóri fram breytta tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Naustahverfi 1, reit 1 og 2. Tillagan er unnin af Kanon arkitektum, dags. 7. janúar 2008.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


13.          Skarðshlíð - deiliskipulagsbreyting - íþróttasvæði Þórs
2008010169
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð vegna aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 atkvæðum gegn 1 atkvæði  Odds Helga Halldórssonar.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.
       Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir óskuðu bókað:
"Athugasemdir við fram komna tillögu um deiliskipulagsbreytingu á íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð.
1. Þær kostnaðartölur sem settar hafa verið fram um uppbyggingu á Þórs svæðinu eru ekki raunhæfar. Heildarkostnaður við uppbyggingu svæðisins verður mun meiri en áætlað er.
2. Sterk rök hníga að því að hagkvæmast væri að byggja upp sameiginlegt íþróttasvæði á gamla íþróttarvallarsvæðinu, í stað þess að ráðast í stórfellda uppbyggingu á svæðum Þórs og KA.
Bæjarbúar eiga heimtingu á að sjá nú þegar, til hvers íþóttavellinum er fórnað, í stað þess að þjóna sem eitt megin íþróttavallarsvæði miðsvæðis í bænum."


14.          Naustahverfi 1, reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi - Hamratún 2-12
2007110067
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Erindi dagsett 8. október 2007 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-12 við Hamratún. Erindið fór í grenndarkynningu þann 14. nóvember 2007 og lauk 13. desember 2007, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


15.          Álagning gjalda árið 2008 - fasteignagjöld
2008010147
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. janúar 2008:
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2008:
a)  i  Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði   0,28% af fasteignamati húsa og lóða.
      ii  Fasteignaskattur á hesthús verði 0,5% af fasteignamati húsa og lóða.
b)  Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c)  Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið  verði  1,55% af fasteignamati húsa og lóða.
d)  Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e)  Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f)  Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.295 kr. pr. íbúð og 79,43 kr. pr. fermeter.
g)  Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 10.590 kr. pr. eign og 79,43 kr. pr. fermeter.
h)  Holræsagjald verði 0,17% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.

Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2008 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 8.000 kr., er 3. febrúar 2008.  Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2008 með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


16.          Álagning gjalda árið 2008 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2008010148
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. janúar 2008:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008.  
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um breytingar á 7. og 10. grein og verði þær eftir breytingar í heild sinni svohljóðandi:

7. gr.
Viðbótarafsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 20.000 krónur til viðbótar föstum afslætti samkvæmt 4. gr. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna ársins 2006, samkvæmt skattframtali 2007.   Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

10. gr.
Afsláttur samkvæmt 4. og 5.  gr.  til elli- og örorkulífeyrisþega skal reikna við álagningu og er birtur á álagningarseðli.
Telji íbúðareigandi sig eigi fá afslátt sem hann á rétt á skv. reglum þessum,  skal sækja um afslátt af fasteignaskatti á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð. Með umsókn skal skila afriti af skattframtali síðastliðins árs, ( tekjur ársins 2006) staðfestu af skattstjóra ásamt örorkuskírteini þegar það á við.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2008.  Eyðublöðin má einnig nálgast á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is.

Oddur Helgi Halldórsson lagði fram breytingartillögu við 4. og 8. grein svohljóðandi:
4. gr.:  Afsláttur af fasteignaskatti verði allt að 40.000 í stað 25.000
8. gr.:
   Fyrir einstaklinga:
   a) með tekjur allt að kr. 2.000.000 í stað kr. 1.710.000
   b) með tekjur yfir kr. 3.000.000 í stað kr. 2.508.000
   Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
   a) með tekjur allt að kr. 3.000.000 í stað kr. 2.423.000
   b) með tekjur yfir kr. 4.000.000 í stað kr. 3.304.000

Breytingartillaga Odds Helga var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 1 atkvæði Odds Helga Halldórssonar.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.

Breytingartillaga bæjarstjóra  var borin upp og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti 2008 með áorðnum breytingum með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.17.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - stjórnsýslunefnd
2007120030
Starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.