Bæjarstjórn

3240. fundur 11. desember 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3240. fundur
11. desember 2007   kl. 16:00 - 18:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags 28. nóvember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 180. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 20 liðum dags. 14. nóvember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 14. nóvember 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 181. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 7 liðum dags. 21. nóvember 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Gleráreyrar 2 - breyting á deiliskipulagi lóðar
2007090105
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Gleráreyrar var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.
Ein athugasemd barst (sjá athugasemd og svar í fundargerð skipulagsnefndar).
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, Giljaskóli - breyting 2007
2007090040
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, lóð Giljaskóla til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis, var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, hafnarsvæði - breyting 2007
2007090041
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2007:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vöru- og fiskihöfn breytt til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár, var auglýst þann 10. október 2007 með athugasemdafresti til 21. nóvember 2007.  
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Stuðningur við stjórnmálaflokka
2007120011
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. desember 2007:
Í samræmi við ákvæði laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra var lögð fram tillaga um stuðning við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn  Akureyrar að upphæð kr. 2.000.000, sem skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram tillögu svohljóðandi:
   "Bæjarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja til að stuðningur við stjórnmálaflokka verði kr. 3.000.000 í stað kr. 2.000.000."
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar, Kristínar Sigfúsdóttur, Odds Helga Halldórssonar og Jóhannesar G. Bjarnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 9 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir  sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2008 - áætlun
2007120030
Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda 2008 svohljóðandi:
22. janúar 2008 - stjórnsýslunefnd
5. febrúar 2008 - skipulagsnefnd
19. febrúar 2008 - samfélags- og mannréttindaráð
4. mars 2008 - stjórn Akureyrarstofu
18. mars 2008 - framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar
1. apríl 2008 - félagsmálaráð
15. apríl 2008 - skólanefnd
6. maí 2008 - umhverfisnefnd
20. maí 2008 - íþróttaráð.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 - seinni umræða
2007050043
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. desember 2007:
Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Endanleg ákvörðun um álagningu fasteignagjalda árið 2008 verður tekin þegar álagningargrunnur liggur fyrir í janúar nk. Jafnframt fari þá fram endurskoðun tekjuviðmiðunar vegna afsláttar til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt tillögum í undirliðum a), b) og c) í 7. lið fundargerðar bæjarráðs dags. 6. desember 2007 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Fulltrúi L-lista lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson lagði fram breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2008 svohljóðandi:
   "Ég legg til að við lið 121 verði bætt 8 milljónum kr. til að hækka laun bæjarfulltrúa, bæjarráðsmanna svo og nefndarlaun.  Útgjöldum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa breytingartillögu Odds Helga frá og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Undirliðir 7. liðar í fundargerð bæjarráðs dags. 6. desember 2007 voru afgreiddir á eftirfarandi hátt:
     a)  Starfsáætlanir - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
     b)  Gjaldskrár - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
     c)  Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 156.089 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 11.238.351 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.  
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir:  (byrja á bls. 17)
I.  Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða  -129.861 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  11.546.959 þús. kr.

II.  Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða  -38.893 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  75.651 þús. kr.

III.  Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða  32.016 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 1.365.428 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 19.532 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 15.464.937 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.  
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I.     Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða  2.984 þús. kr.

II.    Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 75.586 þús. kr.

III.   Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 602 þús. kr.

IV.   Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

V.    Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -21.245 þús. kr.

VI.   Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 355.856 þús. kr.

VII.  Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -12.801 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 440 þús. kr.

IX.   Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -3.860 þús. kr.

X.    Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 19.599 þús. kr.

XI.   Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -15.658 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.  
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:  (bls. 3)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 356.855 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 25.173.566 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7  samhljóða atkvæðum.  
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun í lok 7. liðar í fundargerð bæjarráðs 6. desember 2007:
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.

Forseti lýsti yfir að 8. liður dagskrárinnar ásamt 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2007 séu þar með afgreiddir.
       
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir óska bókað:
   "Við vörum við auknum lántökum Akureyrarkaupstaðar til framkvæmda og minnum á að nú þegar tekjur bæjarins duga ekki fyrir rekstri, þá ber bæjarstjórn að fara varlega í lántökum sem koma til með að auka rekstrarhalla bæjarins í framtíðinni.  Það getur ekki verið stefnumarkandi að bæta upp hallarekstur, eins og gert er í ár með, söluandvirði eigna.
Við mótmælum því að framkvæmdir á íþróttasvæði Þórs skuli vera komnar á framkvæmdaáætlun án þess að endanlegt skipulag framkvæmda sé komið fram.  Þar með er óljóst um kostnað og lántökur sem væntanlega fylgja þeim framkvæmdum.
Hvað varðar áætlun um framlag til fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldudeild teljum við óraunhæft að áætla lægri upphæð fyrir árið 2008 en var úthlutað árið 2007."


Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskaði forseta og fjölskyldu hans, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.


Fundi slitið.