Bæjarstjórn

3238. fundur 13. nóvember 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3238. fundur
13. nóvember 2007   kl. 16:00 - 17:32
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Margrét Kristín Helgadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. október 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 175. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 19 liðum dags. 10. október 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. október 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. október 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 176. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 16 liðum dags. 18. október 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. október 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Giljahverfi 3. og 5. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Urðargil 30-32
2007090073
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. október 2007:
Erindi dagsett 5. september 2007 þar sem Róbert Guðmundsson, kt. 080874-3089, Sigrún Harpa Ingadóttir, kt. 270972-4119, Fanney Steinsdóttir, kt. 280179-3459 og Kristinn Þórir Ingibjörnsson, kt. 110579-3499, eigendur hússins á lóð nr. 30-32 við Urðargil sækja um stækkun á lóð sinni til vesturs vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við íbúð nr. 30.  Erindið var sent í grenndarkynningu þann 20. september sl. og lauk henni þann 18. október sl. án athugasemda.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Hafnarstræti 98 - sala og niðurrif hússins
2006030098
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. október 2007:
Tekin fyrir að nýju afgreiðsla skipulagsstjóra frá 29. ágúst 2007 á erindi þar sem Vignir Þormóðsson f.h. Hafnarstrætis 98 ehf., kt. 531106-1130, sækir um leyfi til að rífa húsið nr. 98 við Hafnarstræti.  Meðfylgjandi er samþykki þinglýstra eigenda hússins.
Skipulagsstjóri samþykkti erindið á afgreiðslufundi þann 29. ágúst 2007 en staðfestingu var frestað á fundi nefndarinnar þann 12. september 2007 að beiðni Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Þann 20. september sl. barst bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins þar sem lagt er til við menntamálaráðherra að ytra borð hússins verði friðað og þann 24. september sl. voru andmæli Akureyrarbæjar send  við tillögum Húsafriðunarnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að niðurrifið verði samþykkt þar sem af friðun hússins hefur ekki orðið.
Jóhannes Árnason tók ekki þátt í umræðum eða afgreiðslu þessa máls.

Fram var lögð tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Ákvörðun menntamálaráðherra um friðun Hafnarstrætis 94, 96 og 98 barst Akureyrarbæ bréflega í dag og var lögð fram á fundinum.  Ákvörðun skipulagsnefndar frá 24. október sl. um niðurrif Hafnarstrætis 98 verður því ekki staðfest.
Akureyrarbær áskilur sér rétt til að kanna réttarstöðu sína í málinu þar sem að sveitarfélagið hefur með engu brotið lög með ákvörðun sinni um niðurrif hússins með vísan til gildandi Aðal- og deiliskipulags."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 8 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Gerður Jónsdóttur sátu hjá við afgreiðslu.


5.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - tillögur um framhaldsskóla
2007100109
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. nóvember 2007 þar sem bæjarráð vísar tillögum um framhaldsskóla til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Lögð var fram tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn lítur svo á að staðsetning framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð muni styrkja búsetu og auka menntunarstig á svæðinu og leggur áherslu á að skólinn verði í góðri samvinnu við þá framhaldsskóla sem fyrir eru.
Bæjarstjórn lýsir yfir áhuga á að Akureyrarbær taki þátt í uppbyggingu nýs framhaldsskóla og leggur til að Héraðsnefnd skipi vinnuhóp sem fái það hlutverk að gera tillögur um kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna í verkefninu sem verða sendar sveitarstjórnum til umfjöllunar og afgreiðslu."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - tillaga um almannavarnanefnd og rekstur hennar
2007110008
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. nóvember 2007 þar sem bæjarráð vísar tillögu um almannavarnanefnd og rekstur hennar  til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fram var lögð tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn  fellst á tillögu Héraðsnefndar um að sameiginlegri almannavarnanefnd fyrir allt starfssvæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar og umdæmi lögreglustjórans á Akureyri  verði komið á fót.  Jafnframt fellst bæjarstjórn á að rekstur nefndarinnar verði færður frá Héraðsnefnd til Sýslumannsins á Akureyri og  leggur áherslu á að nefndin verði áfram í góðu samstarfi við Héraðsnefnd varðandi  reglulega upplýsingagjöf, námskeið og fleira."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 9 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Atvinnumál / byggðamál - málefni Sparisjóðs Norðlendinga
2007110054
Að ósk bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur fóru fram umræður um atvinnumál/byggðamál - málefni Sparisjóðs Norðlendinga.

Baldvin og Kristín lögðu fram tillögu að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða.  Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Margrét Kristín Helgadóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.Fundi slitið.