Bæjarstjórn

3237. fundur 16. október 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3237. fundur
16. október 2007   kl. 16:00 - 16:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
María Hólmfríður Marinósdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bauð forseti varabæjarfulltrúa Maríu H. Marinósdóttur velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
27. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 173. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fundargerðin er í 17 liðum, dags. 26. september 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 26. september 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
28. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 174. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fundargerðin er í 11 liðum dags. 3. október 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. október 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Súluvegur - Miðhúsabraut - breyting á aðalskipulagi
2007060095
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2007:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar, Iðnaðarsvæði 3.12. I, vegna breytinga á lóð mjólkurstöðvar við Miðhúsabraut var auglýst þann 5. september 2007 með athugasemdafresti til 26. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Mýrartún
2007100034
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu frá Kanon arkitektum um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis þar sem gerð er tillaga um að fella niður stíg á milli lóða við Mýrartún og Kjarnagötu og leggja til lóða við Mýrartún.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.Fundi slitið.