Bæjarstjórn

3236. fundur 02. október 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3236. fundur
2. október 2007   kl. 16:00 - 17:19
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
20. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 171. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 24 liðum, dags. 12. september 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. september 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 172. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 13 liðum, dags. 19. september 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. september 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Naustahverfi - 1. áfangi.  Breyting á deiliskipulagi - skóla- og leikskólalóð
2007070045
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Tillaga að breyttu deiliskipulagi skóla- og leikskólalóðar í 1. áfanga Naustahverfis var auglýst 1. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. september 2007.  Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt svo breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Naustahverfi - 1. áfangi.  Breyting á deiliskipulagi - reitur 28
2007070044
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Tillaga að breyttu deiliskipulagi reits 28 í Naustahverfi var auglýst þann 1. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. september 2007. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


5.          Glerárdalur - deiliskipulag akstursíþrótta- og skotfélags
2006050092
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags á Glerárdal unna af Halldóri Jóhannssyni landslagsarkitekt hjá Teiknum á lofti ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd að sett verði í gang vinna við breytingu á aðalskipulagi vegna endurskoðunar reiðleiða í bæjarlandinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.


6.          Vöru- og fiskihöfn - deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár
2007090107
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi vöruhafnar á Oddeyrartanga og fiskihafnar, þ.e. gerð er tillaga að sameiningu og endurskoðun deiliskipulaga af hafnarsvæðinu frá Oddeyrartanga að Glerá, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt og Ágústi Hafsteinssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


7.          Gleráreyrar 2 - breyting á deiliskipulagi lóðar
2007090105
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. september 2007:
Erindi dagsett 18. september 2007 þar sem Ásgeir Ásgeirsson f.h. Kaupþings banka hf., kt. 560882-0419, sækir um stækkun á byggingarreit og aukið byggingarmagn á lóð nr. 2 við Gleráreyrar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Flokkun ehf. - stofnfé
2007090070
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 27. september 2007:
Lagðar fram niðurstöður skiptastjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. dags. 14. september 2007.
Bæjarráð samþykkir niðurstöður skiptastjórnar.
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 27. september 2007:
Erindi, ódags., móttekið 18. september 2007 frá framkvæmdastjóra Flokkunar ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar Flokkunar ehf. sem haldinn verður 28. september nk. kl. 15.00 í Ráðhúsi Akureyrar, bæjarstjórnarsal, 4. hæð, Geislagötu 9.
Bæjarráð samþykkir að Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fari með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


Bæjarráð samþykkir að leggja eignarhlut bæjarins í Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. fram sem hlutafé í Flokkun ehf. Jafnframt samþykkir ráðið að greiða viðbótarhlutafé til Flokkunar, allt að kr. 29.285.026, úr Framkvæmdasjóði til að standa straum að stofnun jarðgerðarstöðvar í Eyjafirði.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


Dagskrá tæmd.

9.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Forseti leitaði afbrigða til að taka tillögu að breytingu í nefnd á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram tillaga frá D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Félagsmálaráð:
Þóra Ákadóttir, kt. 270554-5719, verður aðalmaður og varaformaður í stað Maríu Egilsdóttur, kt. 180470-3449.
Steinþór Þorsteinsson, kt. 020782-4049, verður varamaður í stað Þóru Ákadóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið.