Bæjarstjórn

3235. fundur 18. september 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3235. fundur
18. september 2007   kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 168. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 15 liðum, dags. 22. ágúst 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 169. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 33 liðum, dags. 29. ágúst 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest að undanskildum lið nr. 33 sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2007 að undanskildum 33. lið með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 170. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 26 liðum, dags. 5. september 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. september 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Giljaskóli - breyting 2007
2007090040
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði breytt til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis. Breyting er gerð á stofnanasvæði 1.42.2S vegna stækkunar skólalóðar og fyrirhugaðrar íþróttamiðstöðvar norðan núverandi byggingar. Annars vegar er vesturhluti svæðisins stækkaður til norðurs en hins vegar er svæði 1.42.3O, sem er opið svæði til sérstakra nota, lagt við stofnanasvæðið.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - hafnarsvæði - breyting 2007
2007090041
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði breytt til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár. Um er að ræða tvær minni háttar landfyllingar, báðar 0.3 ha. sem gerðar eru annars vegar í tengslum við stækkun svæðis/lóðar fyrir hafnsækna starfsemi og hins vegar vegna endurnýjunar á gömlum viðleguköntum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Giljahverfi 3. og 5. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Giljaskóla
2007090042
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Erindi dagsett 31. ágúst 2007 þar sem Gylfi Snorrason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir breytingum á deiliskipulagi lóðar við Giljaskóla vegna fyrirhugaðrar byggingar fimleika- og íþróttahúss við Giljaskóla.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Vesturgil 5 - breytingar - byggingarleyfi - viðbygging
2007080049
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2007:
Erindi dagsett 12. júlí 2007 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gunnars Rúnarssonar, kt. 061061-7469, sækir um byggingarleyfi til að breyta húsinu við Vesturgil 5.  Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín. Innkomnar nýjar teikningar 23. júlí 2007. Nýtingarhlutfall verður 0,378 en er leyfilegt skv. deiliskipulagi 0,35.
Erindið var sent í grenndarkynningu þann 23. ágúst 2007.  Telst henni lokið 6. september 2007 en þá höfðu borist samþykki frá öllum sem fengu kynninguna senda.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Gleráreyrar - framkvæmdir vegna deiliskipulags
2005110008
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 13. september 2007:
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu mála.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
   "Bæjarstjórn samþykkir að taka eignarnámi með vísan til 1. og 4. tl. 32. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fasteignir Svefns og heilsu ehf. að Dalsbraut 1i, nánar tiltekið eign með fastanr. 215-1370 og 15% í tengigangi með fastanr. 215-1373, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum gegn 1.


9.          Félagsaðstaða - uppbygging - samningar við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar
2007040026
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. júní 2007 sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á sbr. 10. lið í fundargerð bæjarstjórnar dags. 17. júlí 2007:
Bæjarráð samþykkir uppbygggingar-  og framkvæmdasamning við KA með þremur atkvæðum, tveir sátu hjá. Bæjarráð samþykkir uppbygggingar- og framkvæmdasamning við Þór með þremur atkvæðum gegn tveimur. Bæjarráð vísar umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 13. september 2007:
Lagður fram uppbyggingar- og framkvæmdasamningur við Íþróttafélagið Þór, sem undirritaður var 10. september sl. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fyrir lá yfirlýsing bæjarstjóra og formanns Knattspyrnufélags Akureyrar dags. 11. september 2007 varðandi sameiginlega túlkun á uppbyggingar- og framkvæmdasamningi aðila frá 20. júní sl.
Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingar- og framkvæmdasamning við Knattspyrnufélag Akureyrar dags. 20. júní 2007 með 8 atkvæðum gegn 2.  

Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingar- og framkvæmdasamning við Íþróttafélagið Þór dags. 10. september 2007 með 8 atkvæðum gegn 2.

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar bókað:
   "Ég óska íþróttafélögunum til hamingju með samningana og vona að hann verði félögunum til framdráttar.  Ég vil þó ítreka þá skoðun mína að aðalleikvangur bæjarins er betur staðsettur þar sem hann er í dag og vísa í fyrri bókanir máli mínu til stuðnings."


Fundi slitið.