Bæjarstjórn

3234. fundur 04. september 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3234. fundur
4. september 2007   kl. 16:00 - 17:32
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 164. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 25. júlí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 165. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 12 liðum, dags. 31. júlí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 31. júlí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
24. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 166. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 13 liðum, dags. 8. ágúst 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 8. ágúst 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
25. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 167. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 24 liðum, dags. 15. ágúst 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 15. ágúst 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting 2007 - ljósleiðari og endurvinnslusvæði
2007050105
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna lagningar nýs ljósleiðara og breyttrar landnotkunar svæðis vestan Rangárvalla var auglýst þann 13. júní 2007 með athugasemdafresti til 25. júlí 2007. Engin athugasemd barst. Tillagan hafði áður verið send til nærliggjandi sveitarfélaga og eigenda Liljulundar til kynningar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2007080104
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Erindi dags. 20. ágúst 2007 frá Sigurði Hermannssyni  f.h. Flugstoða ohf.,  Akureyrarflugvelli, kt. 670706-0950, þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi flugvallarins. Um er að ræða breytingu á lóð og byggingarreitum fyrir hús á lóð merktri 3 sunnan flugskóla.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Krókeyri, safnasvæði - breyting á deiliskipulagi
2007030006
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu deiliskipulags safnasvæðis á Krókeyri, sbr. bókun nefndarinnar frá 27. júní sl.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Miðhúsabraut - framkvæmdaleyfi
2007080105
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2007:
Erindi dagsett 17. ágúst 2007 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar sækir um framkvæmdaleyfi skv. 27 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 vegna gatnaframkvæmda fyrir framlengingu Miðhúsabrautar frá bráðabirgðatenginu við Geislatún að Súluvegi, um 1,700 m kafla, auk hringtorgs við Kjarnagötu og tengingar við Brálund.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn og telur að framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsgögn og leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Becromal Trading S.A. - aflþynnuverksmiðja
2007080022
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. ágúst 2007:
Bæjarráð fagnar því að samningar hafa tekist við Becromal um uppbyggingu á aflþynnuverksmiðju á Akureyri og þeim mikla fjölda nýrra starfa sem af því leiðir. Ráðið þakkar öllum þeim sem unnið hafa að málinu fyrir hönd bæjarins þátttöku sína í að leiða það til lykta með þessum jákvæða hætti.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning milli Akureyrarbæjar og Becromal um samvinnu þessara aðila vegna uppbyggingar verksmiðjunnar og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem af samningnum leiða til gerðar fjárhagsáætlunar Framkvæmdasjóðs fyrir árið 2008.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum.
       
Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson og Jón Erlendsson óska eftirfarandi bókað:
   "Við undirritaðir bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs greiðum atkvæði með fyrirliggjandi samningi, með þeim fyrirvara að orkuöflun Landsvirkjunar vegna aflþynnuverksmiðjunnar, meðhöndlun og losun mengandi úrgangsefna frá henni og allir aðrir umhverfistengdir þættir verkefnisins verði þannig leystir að ítrustu umhverfisverndarsjónarmiða sé gætt.  Við hörmum að ekki skuli nú, við afgreiðslu þess hluta málsins sem snýr að bæjarstjórn, liggja fyrir meiri upplýsingar um þessi efni.
Í trausti þess að þær upplýsingar séu réttar, að nægjanleg orka sé þegar til staðar til að mæta þörfum verksmiðjunnar og ekki þurfi því að virkja sérstaklega vegna hennar og að allir aðrir umhverfisþættir, þar á meðal þeir sem snúa að bæjarfélaginu, verði vel af hendi leystir, styðjum við samninginn og fögnum þessari nýsköpun í atvinnulífi bæjarins."


Fundi slitið.