Bæjarstjórn

3233. fundur 17. júlí 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3233. fundur
17. júlí 2007   kl. 16:00 - 16:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 160. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 28 liðum, dags. 27. júní 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 27. júní 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 161. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 4. júlí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Gleráreyrar 4 - grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi
2007060012
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 5. júní 2007 með athugasemdafresti til 3. júlí 2007 og lauk henni án athugasemda. Fimm aðilar af sex sendu inn samþykki á tillögunni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Borgarbraut - Hlíðarbraut. Breyting á deiliskipulagi
2007050006
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst þann 16. maí 2007 með athugasemdafresti til 4. júlí 2007.  Þrjár athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til þeirra athugasemda sem varða það sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt hvað varðar deiliskipulag og starfsemi á þessu svæði. Starfsemin byggir á samþykkt bæjarráðs frá 3. júlí 2003.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi verbúða
2007050008
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst þann 16. maí 2007 með athugasemdafresti til 4. júlí 2007. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.


6.          Naustahverfi - 2. áfangi. Breyting á deiliskipulagi við Kjarnagötu
2007050007
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna var auglýst þann 16. maí 2007 með athugasemdafresti til 4. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Naustahverfi - 1. áfangi.  Breyting á deiliskipulagi - reitur 28
2007070044
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi reitsins sbr. bókun nefndarinnar frá 14. mars 2007.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Naustahverfi - 1. áfangi. Breyting á deiliskipulagi, skóla- og leikskólalóð
2007070045
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi skóla- og leikskólalóða í
1. áfanga Naustahverfis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Rekstrarsamningar íþróttafélaganna frá 2001 - endurskoðun
2007040025
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. júní 2007:
Samningarnir lagðir fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir samningana með fjórum atkvæðum.
Bæjarráð vísar umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn samþykkir samningana með  10 atkvæðum gegn 1.


10.          Uppbyggingar- og framkvæmdasamningar við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar
2007040026
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. júní 2007:
Bæjarráð samþykkir uppbygggingar-  og framkvæmdasamning við KA með þremur atkvæðum, tveir sátu hjá. Bæjarráð samþykkir uppbygggingar- og framkvæmdasamning við Þór með þremur atkvæðum gegn tveimur. Bæjarráð vísar umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum
2007070046
Lögð fram ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum, svohljóðandi:

   "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu.
Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands  til að ráðast nú þegar í  margháttaðar aðgerðir í  Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans.

Greinargerð
Óumdeilt er að ákvörðun sjávarútvegsráðherra mun hafa afgerandi áhrif á útgerðir, fiskvinnslu og afleidda þjónustu í Eyjafirði og þar með launþega og sveitarfélög.
Ljóst er að niðurskurðurinn mun hafa mikil áhrif í Eyjafirði því gert er ráð fyrir að heildarafli þorsks  muni dragast saman um  8000 tonn á svæðinu. Þegar litið er á tölur fyrir Norðurland eystra kemur fram að sá landshluti er með hæstu aflahlutdeildina í þorski eða um 22,5% og um 74% af afla skipa svæðisins er landað í heimahöfn. Á Norðurlandi eystra er líka mikil landvinnsla á þorski en um 35 þúsund tonn voru unnin hér á síðasta ári.

Bæjarstjórn Akureyrar óskar því tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins."

Bæjarstjórn samþykkir ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum.Fundi slitið.