Bæjarstjórn

3232. fundur 19. júní 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3232. fundur
19. júní 2007   kl. 16:00 - 17:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Jóhannes Gunnar Bjarnason 2. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal

Baldur Dýrfjörð
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bauð forseti varabæjarfulltrúa Baldur Dýrfjörð velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð 156. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 19 liðum, dags. 30. maí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30. maí 2007 með 10 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð 157. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 13 liðum, dags. 6. júní 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 6. júní 2007 með 10 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
Lögð fram 158.  fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13. júní 2007.  Fundargerðin er í 14 liðum.  Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að 1. og 3. til 14. liður verði samþykktir.  
2. liður er lagður fyrir sérstaklega (sjá næsta lið).
Bæjarstjórn staðfestir 1. og 3. til 14. lið í fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13. júní 2007 með 9 samhljóða atkvæðum.


4.          Baldursnes 4 - breyting á byggingarreit - deiliskipulagsbreyting
2007060011
2. liður í fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13. júní 2007:
Erindi dagsett 13. mars 2007 þar sem Logi Már Einarsson f.h.  Teigs ehf., kt. 601000-2530, sækir um leyfi til breytinga á byggingarreit lóðarinnar að Baldursnesi 4, samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagstillögu og skýringaruppdráttum.  Grenndarkynningu telst lokið þar sem eigendur nærliggjandi lóða gera ekki athugasemd við breytinguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytingartillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með 11 samhljóða atkvæðum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gildistöku hennar.


5.          Eyþing - kosning fulltrúa til setu á aðalfundum
2006060001
Með bréfi dags. 30. maí 2007 er tilkynnt um breytingu sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings 2006 á grein 4.1 í lögum Eyþings.  Greinin kveður á um fjölda fulltrúa á aðalfundi.  Af þessari lagabreytingu leiðir að aðalfundarfulltrúum  fjölgar úr 36 í 39.  Bæjarstjórn Akureyrar þarf að kjósa einn fulltrúa og annan til vara, til viðbótar þeim fulltrúum sem áður hafa verið kosnir til setu á aðalfundum Eyþings á yfirstandandi kjörtímabili.
Fram kom tillaga um Hjalta Jón Sveinsson, kt. 050353-7619, sem aðalmann og Þórarinn B. Jónsson, kt. 131144-2379, sem varamann.
Ennfremur að Ólafur Jónsson, kt. 140257-0019, verði nýr varamaður Sjálfstæðisflokks í stað Hjalta Jóns.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


6.          Hafnarstræti 98 - breyting á deiliskipulagi
2007030247
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2007:
Tillaga að breytingu deiliskipulags miðbæjar, Hafnarstræti 98 var auglýst samkv. 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með athugasemdafresti frá 12. apríl til 31. maí 2007.  Fjórar athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 1.


7.          Gatnagerðargjald - breyting 2007
2007020080
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2007:
Með vísan til nýrra laga um gatnagerðargjald sem samþykkt voru á Alþingi 9. desember 2006 og taka eiga gildi 1. júlí 2007 leggur vinnuhópur sem skipaður var á fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2007 fram tillögu að breytingu á reglum um gatnagerðargjald á Akureyri sem gilda eiga frá 1. júlí 2007.
Tillagan tekin fyrir á ný vegna breytinga á fjölgun gjaldskrárflokka þ.e. að flokkur frístundabyggð/gripahús verða tveir aðskildir flokkar í stað eins og hlutfallsstuðull verður mismunandi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Sorpeyðing Eyjafjarðar bs.
2006060082
Erindi dags. 11. júní 2007 frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar er varðar samþykkt vorfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar 2007 um Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs.  Samþykkt var tillaga um slit á Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. vegna breytinga sem í vændum eru í sorpmálum Eyfirðinga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Héraðsnefndar Eyjafjarðar um slit á Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs., í samræmi við samþykkt bæjarráðs 29. júní 2006, með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - stjórn Akureyrarstofu
2007010173
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.