Bæjarstjórn

3231. fundur 05. júní 2007
Akureyrarbær


Bæjarstjórn - Fundargerð
3231. fundur
5. júní 2007   kl. 16:00 - 18:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Ásgeir Magnússon
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Anna Halla Emilsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Tímamót - áfangar í átt til jafnréttis
2007050107

Bæjarstjóri minntist tímamótanna og lagði fram svohljóðandi bókun:
   "Bæjarstjórn fagnar því að 25 ár eru liðin frá stofnun jafnréttisnefndar á Akureyri. Akureyrarbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ráða sér jafnréttisfulltrúa árið 1991. Þá hlaut bærinn jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs, fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt árið 1992.
Jafnréttisstefna bæjarins, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er nú í endurskoðun en áherslur hennar eru m.a. þær að allar deildir bæjarins taki mið af stefnunni í starfsáætlunum auk þess sem stofnunum bæjarins, þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, er gert að setja sér sérstakar jafnréttisáætlanir. Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi jafnréttisstefnunnar og hvetur samfélags- og mannréttindaráð til að halda áfram því öfluga starfi sem unnið hefur verið að í jafnréttismálum bæjarfélagsins."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs
2007050144

1.   Kosning forseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Kristján Þór Júlíusson 7 atkvæði,
      4 seðlar voru auðir.
      Kristján Þór Júlíusson er réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2.   Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi
      Sigrún Stefánsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
      Lýsti forseti Sigrúnu Stefánsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.

      Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar
      Bjarnason 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
      Lýsti forseti Jóhannes Gunnar Bjarnason réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3.   Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
      Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
          Elín M. Hallgrímsdóttir
          Oddur Helgi Halldórsson
      og varamanna:
          Helena Þ. Karlsdóttir
          Baldvin Halldór Sigurðsson

      Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


3.          Kosning bæjarráðs til eins árs
2007050145
Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
     Hermann Jón Tómasson - formaður
     Elín Margrét Hallgrímsdóttir - varaformaður
     Hjalti Jón Sveinsson
     Baldvin Halldór Sigurðsson
    Oddur Helgi Halldórsson
    Jóhannes Gunnar Bjarnason (áheyrnarfulltrúi)
og varamanna
    Sigrún Stefánsdóttir
    Sigrún Björk Jakobsdóttir
    Kristján Þór Júlíusson
    Kristín Sigfúsdóttir
    Anna Halla Emilsdóttir
   Gerður Jónsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


4.          Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2007
2007050146
Lögð fram tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2007.
   "Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst verði sumarleyfi bæjarstjórnar og þá haldinn einn reglulegur bæjarstjórnarfundur í hvorum mánuði.  Gert er ráð fyrir að bæjarstjórnarfundirnir verði 17. júlí og 14. ágúst.  Jafnframt er bæjarráði heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
19. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 154. fundur, dags. 16. maí 2007.  Fundargerðin er í 29 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
20. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 155. fundur, dags. 23. maí 2007.  Fundargerðin er í 36 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23. maí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Hafnarstræti 53 - breyting á deiliskipulagi
2006100101
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. maí 2007:
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst þann 4. apríl 2007 með athugasemdafresti til 16. maí 2007.
Ein athugasemd barst frá Norðurorku, þar sem gerð er athugasemd við að gert sé ráð fyrir að núverandi spennistöð á lóðinni verði rifin en með bréfi dags. 18. maí 2007 eru athugasemdirnar dregnar til baka og ekki gerð athugasemd við breytinguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Gatnagerðargjald - breyting 2007
2007020080
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. maí 2007:
Með vísan til nýrra laga um gatnagerðargjald sem samþykkt voru á Alþingi 9. desember 2006 og taka eiga gildi 1. júlí 2007 leggur vinnuhópur sem skipaður var á fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2007 fram tillögu að breytingu á reglum um gatnagerðargjald á Akureyri sem gilda eiga frá 1. júlí 2007.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


9.          Íbúalýðræði    
2005060044
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 9. maí 2007:
Teknar fyrir tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði. Þær gera ráð fyrir að unnið verði áfram að þeim aðgerðum sem þegar eru á starfsáætlun stjórnsýslunefndar, að bæjarstjórn lýsi yfir vilja sínum til að bregðast við óskum íbúa um samráð, t.d. með borgarafundum, að þróaðar verði rafrænar samráðsleiðir og að gerð verði áætlun um eflingu íbúalýðræðis á næsta kjörtímabili.  
Stjórnsýslunefnd fjallaði um tillögur vinnuhópsins og samþykkti að leggja þær fyrir bæjarstjórn með áorðnum breytingum.

Í bæjarstjórn voru lagðar fram eftirfarandi tillögur:

1.  Bæjarstjórn efli samráð við íbúana og styrki þau samráðsferli sem nú þegar eru til í anda Staðardagskrár 21 og eru til umfjöllunar í starfsáætlun stjórnsýslunefndar svo sem viðtalstímar bæjarfulltrúa, hverfisnefndir og -ráð og notendaráð. Auk þess verði haldnir hverfafundir og borgarafundir/íbúaþing að frumkvæði bæjaryfirvalda.

2.  Bæjarstjórn lýsi yfir vilja sínum til að verða við óskum um samráð komi fram óskir frá a.m.k 500 íbúum um það. Bæjarstjórn tekur ákvörðun um það hverju sinni hvort samráðið felst í borgarafundum, opnum fundum fastanefnda eða skoðanakönnun.

3.  Bæjarstjórn undirbúi að koma á rafrænni samráðsleið. Á þessu kjörtímabili verði byrjað með notkun samskiptatorga þar sem bæjarbúum gefst kostur á að segja skoðanir sínar áður en ákveðin mál koma til afgreiðslu. Við notkun á netinu sem samráðsleið þarf að tryggja aðgengi allra og athuga hvernig að kynningu verður staðið á hverju máli sem sett er í samráð á netinu.  

4.  Á árunum 2008-2009 geri stjórnsýslunefnd tillögur að áætlun um eflingu íbúalýðræðis á næsta kjörtímabili hjá Akureyrarbæ.
Stjórnsýslunefnd:
a.  meti þá reynslu af íbúalýðræði sem fæst á kjörtímabilinu.
b.  semji tillögu um reglur fyrir ráðgefandi og bindandi atkvæðagreiðslur íbúanna.
c.  skoði frekari notkun netsins til að efla áhrif íbúanna á ákvarðanir bæjaryfirvalda.
d.  skoði reynslu annarra sveitarfélaga af íbúalýðræði.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - umhverfisnefnd  
2007010173
Hjalti Jón Sveinsson bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar gerði grein fyrir starfsáætlun umhverfisnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.