Bæjarstjórn

3230. fundur 22. maí 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3230. fundur
22. maí 2007   kl. 16:00 - 18:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Margrét Kristín Helgadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
26. liður í fundargerð skipulagsnefndar 16. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 152. fundur, dags. 2. maí 2007.  Fundargerðin er í 15 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 2. maí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
27. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 153. fundur, dags. 9. maí 2007.  Fundargerðin er í 42 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 9. maí 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting 2007 - ljósleiðari og endurvinnslusvæði
2007050105
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin felst annars vegar í því að gert er ráð fyrir stofnlögn fyrir ljósleiðara frá bæjarmörkum að austan, meðfram fyrirhugaðri Miðhúsabraut og upp að tengivirkjum við Rangárvelli og hins vegar í breyttri landnotkun á svæði norðan Hlíðarfjallsvegar vestan Rangárvalla þar sem nú er svæði í landbúnaðarnotkun en mun breytast í iðnaðarsvæði til endurvinnslu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Óshólmar Eyjafjarðarár - deiliskipulag
2004030150
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. maí 2007:
Tillaga að deiliskipulagi óshólmasvæðis var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga hinn 8. desember 2004, sbr. bókun 24. mars 2004. Tillagan var auglýst af Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsveit í sameiningu og var athugasemdafrestur til 19. janúar 2005. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi flugvallarsvæðis. 13 athugasemdir við tillöguna bárust innan athugasemdafrests og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Naustahverfi 2. áfangi - Sómatún - deiliskipulag
2007030010
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. maí 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Naustahverfis sem gerir ráð fyrir að lóðirnar Sómatún 4, 6 og 8 sem eru í gildandi skipulagi 1h af húsgerð HI verða við breytinguna 1-2h að húsgerð HIII. Við skilmálateikningar H-einbýlishúsa hefur verið bætt tveimur skýringarmyndum fyrir HIII. Að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir.
Tillagan var auglýst þann 14. mars 2007 með athugasemdafresti til 25. apríl 2007.
Ein athugasemd barst:
Frá Óskari Sigurðssyni hrl. f.h. lóðarhafa Sómatúns 4 og 8 sem gerir athugasemdir við tillöguna í 7 liðum og hefur þeim verið svarað.
Einnig barst undirskriftarlisti lóðarhafa Sómatúns 2, 4, 8, 10, 12, 14 og 16 sem mótmæla fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulaginu.
Bókun skipulagsnefndar:
Hönnuðir deiliskipulagsins hafa skýrt út með breytingartillögunni, grunnhugsun og hugmyndafræði deiliskipulagsins varðandi byggingu einbýlishúsa þar sem landhalli er fyrir hendi. Skipulagsnefnd telur að með breytingu þessari sé verið að skýra og leiðrétta misræmi, annars vegar á uppdráttum og í sérskilmálum til þess að fyrirbyggja mismunandi túlkun deiliskipulagsskilmála við afgreiðslu mála í hverfinu til framtíðar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn  2.


6.          Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði - skýrsla
2007040072
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. maí 2007:
Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.
Lögð fram skýrsla sem unnin var fyrir Héraðsnefnd Eyjafjarðar um samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi Héraðsnefndar þann 4. júní nk. Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun.

   "Bæjarstjórn Akureyrar tekur undir skoðun skýrsluhöfunda  um þörfina á að endurskoða samstarf sveitarfélaga í þeim tilgangi að einfalda það og gera skilvirkara. Nauðsynlegt er að ná sameiginlegri heildarsýn í fjölmörgum málaflokkum sem snerta alla íbúa fjarðarins og í skýrslunni er mælt  með aukinni samvinnu þar sem frekari sameining sveitarfélaganna er ekki talin líkleg að svo stöddu.
Bæjarstjórn er almennt sammála þeim tillögum sem fram eru settar í skýrslunni um breytingar á umsjón og rekstri einstakra verkefna og lýsir áhuga á að vinna að samstarfi sveitarfélaganna í firðinum með þessum hætti.
Að ósekju hefði mátt fjalla um verkefni Vaxtarsamnings Eyjafjarðar  í skýrslunni en  það verkefni sem hefur verið unnið af hálfu AFE hefur tekist mjög vel og leitt til samvinnu fyrirtækja og stofnana hvaðanæva úr  Eyjafirði.
Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að halda áfram því góða samstarfi sem hefur verið við Þingeyinga á vettvangi Eyþings og að framtíðaráherslur í þeirri samvinnu verði ræddar á aðalfundi samtakanna nú í haust. Ljóst er að hagsmunir beggja svæða fara saman í stórum málaflokkum s.s. atvinnumálum, ferðamálum og sorpmálum og því nauðsynlegt að stilla saman strengi þeirra."

Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.
7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - skólanefnd  
2007010173
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar gerði grein fyrir starfsáætlun skólanefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.