Bæjarstjórn

3229. fundur 08. maí 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3229. fundur
8. maí 2007   kl. 16:00 - 18:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088

Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 24. apríl sl. var Vilborg Jóhannsdóttir, kt. 100559-7819,  tilnefnd sem fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn félagsins í stað Vals Knútssonar.
Bæjarstjórn staðfestir tilnefninguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 147. fundur, dags. 28. mars 2007.  Fundargerðin er í 16 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.3.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 148. fundur, dags. 4. apríl 2007.  Fundargerðin er í 14 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 4. apríl 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.4.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 149. fundur, dags. 11. apríl 2007.  Fundargerðin er í 6 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11. apríl 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.5.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 150. fundur, dags. 18. apríl 2007.  Fundargerðin er í 16 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 18. apríl 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.6.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. maí 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 151. fundur, dags. 25. apríl 2007.  Fundargerðin er í 11 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25. apríl 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.7.          Reglur um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og ráðinna stjórnenda - endurskoðun
2007040054
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 18. apríl 2007:
Lögð var fram tillaga framkvæmdastjórnar um breytingar á gildandi reglum um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og ráðinna stjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Stjórnsýslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Akureyrarbæjar með 9 samhljóða atkvæðum.


8.          Borgarbraut - Hlíðarbraut - breyting á deiliskipulagi
2007050006
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Erindi dagsett 28. febrúar 2007 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Olíuverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, sækir um breytingar á byggingarreit á lóðinni nr. 1 við Borgarbraut til að stækka núverandi húsnæði á lóðinni til austurs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Naustahverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Kjarnagötu
2007050007
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Erindi dagsett 22. mars 2007 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Búseta svf., húsnæðissamvinnufélags, kt. 560484-0119, sækir um breytingu á deiliskipulagsskilgreiningu 1. hæðar í Kjarnagötu 16, húsgerð BIII breyting úr þjónustuhúsnæði í íbúðir, ásamt breytingu á lóðarmörkum og einnig breytingu á byggingarskilmálum raðhúsa í Brekatúni, húsgerð FIII, breyting á ákvæðum um bílgeymslur, skv. meðfylgjandi deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.


10.          Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi verbúða
2007050008
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. apríl 2007:
Í framhaldi af bókun nefndarinnar 31. janúar 2007 vegna lóðarumsóknar og óskar um breytingu á deiliskipulagi, leggur skipulags- og byggingarfulltrúi fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


11.          Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2006080064
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 2. maí 2007:
Breyting á áður samþykktri greinargerð með deiliskipulagi  Akureyrarflugvallar dags. júní 2005 var auglýst þann 12. mars 2007 með athugasemdafresti til 23. apríl 2007. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar  með 10 samhljóða atkvæðum.


12.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - samfélags- og mannréttindaráð
2007010173
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Margrét Kristín Helgadóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.