Bæjarstjórn

3228. fundur 17. apríl 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3228. fundur
17. apríl 2007   kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Alþingiskosningar 2007
2007030199
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. apríl 2007:
Lagður fram listi með nöfnum 30 aðalmanna og 30 varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar 12. maí nk.
Bæjarráð samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Listi með tilnefningum í undirkjörstjórnir með nöfnum 30 aðalmanna og 30 varamanna lagður fram.  Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.


2.          Hljóðstig á Akureyri
2006070038
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. apríl 2007:
Bæjarráð vísar reglum um styrki vegna hljóðvistar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um styrki vegna hljóðvistar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.


3.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - félagsmálaráð  
2007010173
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun félagsmálaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.