Bæjarstjórn

3227. fundur 03. apríl 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3227. fundur
3. apríl 2007   kl. 16:00 - 18:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
María Egilsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Anna Halla Emilsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bauð forseti varabæjarfulltrúa Jón Inga Cæsarsson velkominn á fyrsta fund hans í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tilnefningu skrifara bæjarstjórnar, vegna fjarveru aðal- og varaskrifara og var það samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Sigrún Stefánsdóttir verði skrifari á fundinum.


1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
17. liður i fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 145. fundur. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 14. mars 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 146. fundur. Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 21. mars 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 21. mars 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalstræti 60-64 - breyting á deiliskipulagi
2007020001
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2007:
Erindi dags. 29. janúar 2007  frá  AVH, Hauki Haraldssyni þar sem hann f.h. eigenda lóðarinnar sækir um breytingu frá gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Aðalstræti 62-64. Bætt er við byggingarreit fyrir nýtt hús á lóðinni og heiti hennar breytt í Aðalstræti 60-64.  Erindið fór í grenndarkynningu þann 12. febrúar 2007 og lauk henni 12. mars 2007. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


4.          Lystigarður - deiliskipulag
2006010132
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2007:
Erindi frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni, verkefnastjóra þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar óskar eftir samþykki á deiliskipulagstillögu fyrir Lystigarðinn við Eyrarlandsveg. Tillagan var í auglýst þann 20. desember 2006 með athugasemdafresti til 31. janúar 2007. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Hafnarstræti 98 - breyting á deiliskipulagi
2007030247
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2007:
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 25. janúar 2007 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Teiknistofunnar Kollgátu ehf., kt. 581203-2090, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 98 við Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


6.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 - síðari umræða
2007030119
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. mars 2007:
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - íþróttaráð  
2007010173
Starfsáætlun íþróttaráðs.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun íþróttaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram tillögu svohljóðandi:
   "Undanfarnar vikur og mánuði hafa sífellt fleiri Akureyringar lýst yfir mikilli óánægju með að Akureyrarvöllur verði aflagður og keppnishald flutt á íþróttasvæði KA og Þórs.  Þessar skoðanir hafa m.a. komið fram í viðtalstímum bæjarfulltrúa, undirskriftarlistum sem og í skoðanakönnunum á heimasíðum íþróttafélaganna.  Í ljósi yfirlýsinga meirihlutaflokkanna fyrir síðustu kosningar um aukið íbúalýðræði er hér kjörið tækifæri að kjósa um framtíð Akureyrarvallar samhliða alþingiskosningum í maí.  Því geri ég það að tillögu minni að samhliða alþingiskosningum í vor fái Akureyringar tækifæri til að segja álit sitt í þessu umdeilda máli."

Tillaga Jóhannesar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4.
       
Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir óska bókað:
   " Við mótmælum því að hvergi sjái þess stað í starfsáætlun íþróttaráðs, að endurnýjun fari fram á gólfefnum Íþróttahallarinnar og Íþróttahúss KA."


Fundi slitið.