Bæjarstjórn

3226. fundur 20. mars 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3226. fundur
20. mars 2007   kl. 16:00 - 18:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 143. fundur.  Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 28. febrúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 144. fundur.  Fundargerðin er í 16 liðum, dags. 7. mars 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 7. mars 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Hafnarstræti 53 - breyting á deiliskipulagi
2006100101
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2007:
Erindi dagsett 8. nóvember 2006 þar sem Eiður Gunnlaugsson f.h. Við Eyrarbakka ehf.,
kt. 680606-0990, óskar eftir að mæld verði út lóð við húsið nr. 53 við Hafnarstræti (Gamla barnaskólann).  Einnig er óskað eftir að spennistöð Norðurorku sunnan Hafnarstrætis 53 verði fjarlægð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Óseyri 4 - breyting á deiliskipulagi
2007010229
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2007:
Erindi dagsett  31. júlí 2006 þar sem Vigfús Jóhannesson f.h. Plastáss ehf., kt. 660887-1649, leggur fram tillögu dags. 11. desember 2006 eftir Hauk Haraldsson að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Óseyri 4. Innkomið samþykki meðeigenda 24. ágúst 2006. Erindið fór í grenndarkynningu þann 29. janúar 2007 og lauk henni þann 26. febrúar 2007, engar athugasendir bárust, en Franz Árnason forstjóri Norðurorku gat þess í bréfi að lóðarhafi beri allan kostnað vegna færslu lagna verði þess þörf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Stekkjartún 4-6 - breyting á deiliskipulagi
2007010198
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2007:
Erindi dagsett 4. desember 2006 þar sem Logi Már Einarsson f.h. eigenda Stekkjartúns 4-6 sækir um leyfi til að stækka lóð og byggingarreit viðkomandi lóðar í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar þann 27. september 2006 og 22. nóvember 2006.  Erindið fór í grenndarkynningu þann 24. janúar 2007 og lauk henni 23. febrúar 2007, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Akureyrarvöllur - tillögur vinnuhóps
2007010204
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. mars 2007:
Þann 8. mars sl. voru lagðar fram í bæjarráði tillögur vinnuhóps um framtíðarskipulag Akureyrarvallar dags. 1. mars 2007.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Tillögur vinnuhópsins og niðurstöður um framhald verkefnisins:
Aðilar vinnuhópsins eru sammála um að vænlegasta leiðin til árangurs er tillaga nr. 1 sem felst í breyttri nýtingu svæðisins þar sem fjárfestum og byggingaraðilum verði gert kleift að leggja fram tillögur og hugmyndir um framtíðarnotkun svæðisins.  Boðið verði í byggingarréttinn út frá skilgreindum forsendum.
Með því næðist, að mati hópsins, möguleiki á að fjölmargir gætu sent inn hugmyndir um nýtingu svæðisins sem hægt yrði að velja úr í sátt við íbúa og hagsmunaaðila vegna þeirra breytinga sem gera þyrfti á svæðinu í heild.
Áður en auglýst yrði eftir fjárfestum og byggingaraðilum, verða skilgreindar forsendur í samvinnu við ráðgjafa þar sem fram kæmu upplýsingar um byggingarreiti, nýtingarhlutfall, bílastæði, gönguleiðir, sjóntengsl, gróður, hæðir og fjöldi bygginga ofl.
Uppfylla þyrfti einnig eftirfarandi þætti við vinnslu tillagnanna:
-   Sterk og heilsteypt bæjarmynd.
-   Virkar tengingar við nærumhverfi, þ.m.t. samgöngur og sjónlínur.
-   Skjólsæl, sólrík og aðlaðandi rými.
-   Áhugaverð og sveigjanleg umgjörð fyrir íbúða- og miðbæjarstarfsemi, mannlíf og menningu.
-   Gæði í hönnun og efnisvali.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur vinnuhópsins með 7 atkvæðum gegn 3.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

Fram kom tillaga um að bæjarráð skipi 3ja manna vinnuhóp til að sjá um framhald verkefnisins og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.

       
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði eftirfarandi bókað:
  "Skýrsla vinnuhóps um framtíðarskipulag Akureyrarvallar er í raun upptalning á þeim möguleikum sem meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar sér til nýtingar Akureyrarvallar.  Ekkert verðmat var gert á svæðinu en það var talið eitt megin viðfangsefni vinnuhópsins og aðrar ákvarðanir átti að taka með hliðsjón af því mati.  Undirbúningur Landsmóts UMFÍ og framtíðarskipulagning íþróttasvæða KA, Þórs og UFA eru því miður dæmi um lélega stjórnsýslu og tilviljunarkennd vinnubrögð þar sem lítið samráð var haft við fagaðila."


7.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 - fyrri umræða
2007030119
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. mars 2007:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006.  
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - framkvæmdaráð
2007010173
Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.