Bæjarstjórn

3225. fundur 06. mars 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3225. fundur
6. mars 2007   kl. 16:00 - 18:49
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2006-2010
2006090088

Lögð fram svohljóðandi tilkynning um breytingu á skipan fulltrúa Framsóknarflokksins í umhverfisnefnd:
Petrea Ósk Sigurðardóttir, kt. 140771-5549, tekur sæti aðalmanns í stað Erlu Þrándardóttur,
kt. 180374-4939.
Ingimar Eydal, kt. 200666-4539, tekur sæti varamanns í stað Petreu Óskar Sigurðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 141. fundur.  Fundargerðin er í 15 liðum, dags. 14. febrúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14. febrúar 2007 með 9 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
19. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 142. fundur.  Fundargerðin er í 10 liðum, dags. 21. febrúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 21. febrúar 2007 með 9 samhljóða atkvæðum.


4.          Krossaneshagi, iðnaðarsvæði - A-hluti, breyting og uppfærsla á deiliskipulagi
2006120054
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi A áfanga Krossaneshaga, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 10. janúar 2007 með athugasemdafresti til 21. febrúar 2007.  Ein athugasemd barst, og hefur henni verið svarað.
Núverandi áningastaður á svæðinu er með aðkomu frá Hörgárbraut, sem er stofnbraut. Sú tenging inn á svæðið er mjög óæskileg vegna slysahættu. Mjög aðkallandi er að gerð verði ný tenging að svæðinu. Með þessari tillögu er verið að bæta aðkomu að svæðinu til frambúðar en gert er ráð fyrir að svæðið verði tekið til deiliskipulagningar í heild sinni á næstunni. Til greina kæmi að takmarka aðgengi að áningarstaðnum á varptíma.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Naustahverfi II - Ljómatún 1-3, breyting á deiliskipulagi
2006120055
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Naustahverfi II við Ljómatún 1 og 3, var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 10. janúar 2007 með athugasemdafresti til 21. febrúar 2007.  Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað.   Skipulagsnefnd telur að þessi lausn sem breytingin tekur til sé ekki síðri en ef um yrði að ræða tvö hús með bili á milli og yrðu fullar tvær hæðir eins og húsin eru vestar við götuna. Með þessari lausn verður byggingarmagn 2. hæðar minna þar sem önnur hæðin verður ekki samfelld lokun.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


6.          Naustahverfi 2. áfangi - Sómatún - deiliskipulag
2007030010
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 3.


7.          Nafngiftir á vegum Akureyrarbæjar
2007020009
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 28. febrúar 2007:
Stjórnsýslunefnd leggur til að bæjarstjórn skipi þriggja manna nefnd til að yfirfara tillögur um nafngiftir á vegum Akureyrarbæjar og gera tillögur um nöfn þegar þess er óskað. Nefndin taki mið af málfarssjónarmiðum, sögu bæjarins og staðháttum. Nöfn á stjórnsýslueiningum (nefndum, deildum, sviðum), byggingum, hverfum og götum fái staðfestingu í viðkomandi fagnefnd að fenginni umsögn nafnanefndar.
Fram kom tillaga um að eftirtaldir verði skipaðir í nafnanefnd:
Hólmkell Hreinsson, kt. 220161-4479, amtsbókavörður sem verður formaður nefndarinnar, Jón Hjaltason, kt. 240159-3419, söguritari og Kristín Árnadóttir, kt. 300851-2589, íslenskukennari.

Tillaga stjórnsýslunefndar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum og bæjarstjóra falið að setja nefndinni erindisbréf.

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en skipa átti í nafnanefnd lýsti forseti þetta fólk réttkjörið .


8.          Hverfisráð Hríseyjar - samþykkt
2006100012
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 28. febrúar 2007:
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ákvæði um varamenn verði bætt við 5. grein reglna um hverfisráð Hríseyjar og öll greinin hljóði þannig:
„Á árlegum almennum borgarafundi í Hrísey, sem bæjarstjóri gengst fyrir, skal kjósa fimm fulltrúa í hverfisráð og fimm til vara en forfallist aðalmaður í hverfisráði boðar hann varamann í sinn stað. Kjörgengir í hverfisráð eru einungis þeir sem eru með lögheimili í Hrísey. Ráðið er kosið til eins árs í senn. Nefndarmenn þiggja laun úr bæjarsjóði samkvæmt reglum bæjarstjórnar um greiðslur fyrir störf í öðrum nefndum en fastanefndum bæjarstjórnar“.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Þriggja ára áætlun 2008-2010 - síðari umræða
2007010044
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. mars 2007:
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn - skipulagsnefnd  
2007010173
Starfsáætlun skipulagsnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.