Bæjarstjórn

3224. fundur 20. febrúar 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3224. fundur
20. febrúar 2007   kl. 16:00 - 19:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. febrúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 139. fundur.  Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 31. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.

Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 31. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. febrúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 140. fundur.  Fundargerðin er í 20 liðum, dags. 7. febrúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.

Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 7. febrúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 1994-2014 - endurskoðun
2006070054
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. febrúar 2007:
Á grundvelli framlagðra gagna þar sem fram kemur að tekið verði tillit til athugasemda umhverfisráðs frá 27. september 2006 leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að fallist verði á niðurfellingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018 og að unnið verði nýtt svæðisskipulag sbr. 4. mgr. 12. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir Eyjafjörð.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Gleráreyrar - breyting á deiliskipulagi
2005110008
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. febrúar 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gleráreyra, dags. 15. nóvember 2006 vegna stækkunar á Glerártorgi til suðvesturs frá núverandi verslunarmiðstöð var auglýst þann 1. desember 2006 með athugasemdafresti til 12. janúar 2007.  6 athugasemdir bárust.  Þeim hefur öllum verið svarað.  Skipulagsnefnd áréttar að í þessari breytingu á deiliskipulagi Gleráreyra er gert ráð fyrir lausn á umferð til og frá svæðinu til skamms tíma. Unnið er að frekari útfærslu á framtíðarlausn þeirra mála í samvinnu við Vegagerðina og eru þær í takt við þær lausnir sem fram komu í auglýstri tillögu. Skipulagsnefnd telur brýnt að þessar tillögur verði tilbúnar sem fyrst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt svo breytt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast gildistöku þess.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Samgönguáætlun 2007-2010 og 2007-2018
2007020070
Ræddar fyrirhugaðar úrbætur í samgöngumálum á Akureyri og nágrenni.
Bent er á heimasíðu Alþingis.  www.althingi.is

Fram var lögð tillaga að ályktun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar fagnar því að í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 er nú gert ráð fyrir að ráðist verði í þá mikilvægu samgöngubót sem felst í lengingu flugbrautar og öðrum endurbótum á Akureyrarflugvelli.  Lenging Akureyrarflugvallar hefur lengi verið baráttumál bæjarstjórnar og víst er að framkvæmdin skiptir höfuðmáli fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu.  Bæjarstjórn leggur áherslu á að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er og ítrekar vilja sinn til þess að koma að flýtifjármögnun megi það verða til þess.
Bæjarstjórn bendir á að göng í gegnum Vaðlaheiði eru mikilvæg samgöngubót fyrir alla íbúa á Norðausturlandi og að þjóðhagsleg hagkvæmni ganganna er óumdeild.  Bæjarstjórn fagnar því að Vaðlaheiðargöng skuli nú vera á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun en leggur áherslu á nauðsyn þess að skýrar verði kveðið að orði um nauðsynlega þátttöku ríkisins í verkinu en gert er í áætluninni."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Þriggja ára áætlun 2008-2010 - fyrri umræða
2007010044
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. febrúar 2007:
Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2008-2010 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn  
2007010173
Starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.