Bæjarstjórn

3223. fundur 06. febrúar 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3223. fundur
6. febrúar 2007   kl. 16:00 - 17:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Randers Kommune - bæjarstjórn 2007
2006120106

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 24. janúar 2007:
Erindi dags. 18. desember 2006 frá Randers Kommune þar sem tilkynnt er að ný bæjarstjórn taki til starfa þann 1. janúar 2007 og óskað eftir vinabæjarsamstarfi við Akureyri.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að haldið verði áfram vinabæjarsamstarfi við Randers.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
23. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. janúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 135. fundur.
Fundargerðin er í 11 liðum og dags. 3. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 3. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
24. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. janúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 136. fundur.
Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 10. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
27. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. janúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 137. fundur.  Fundargerðin er í 7 liðum og dags. 17. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
28. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. janúar 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 138. fundur.  Fundargerðin er í 7 liðum og dags. 24. janúar 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 24. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Samþykktir um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2007010246
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. janúar 2007:
Lagðar voru fram tillögur að tveimur samþykktum um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans á Akureyri. Annars vegar er um að ræða samþykkt vegna afgreiðslu byggingarmála og hins vegar samþykkt vegna afgreiðslu skipulagsmála og annarra mála.
Tillögurnar hafa verið bornar undir fulltrúa umhverfisráðuneytis sem gerir ekki athugasemdir við tillögu að samþykkt vegna afgreiðslu byggingarmála sem síðan þarf að staðfestast af ráðuneyti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögurnar og leggur til við bæjarstjórn að hún geri slíkt hið sama. Bæjarlögmanni verði falið að óska eftir staðfestingu umhverfisráðuneytisins á samþykkt vegna fullnaðarafgreiðslu  byggingarfulltrúa á byggingarmálum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 1.

Bæjarfulltrúi L-lista, lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.


7.          Rangárvellir - deiliskipulag
2006030066
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. janúar 2007:
Deiliskipulagstillaga  athafnasvæðis Landsvirkjunar, RARIK og Norðurorku að Rangárvöllum var auglýst þann 12. apríl 2006 með fresti til að gera athugasemdir til 24. maí 2006. Tilefni deiliskipulagsins eru óskir um að festa lóðarmörk á svæðinu, þannig að gefa megi út lóðarsamninga auk þess sem nauðsynlegt þykir að kveða nánar á um landnotkun og mannvirki á svæðinu.
Eftirfarandi athugasemdir bárust:
A) Bréf dags. 15.05.2006 frá Gunnari H. Gunnarssyni, deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar Norðurorku. Rafmagnsstrengir eru ekki rétt teiknaðir á deiliskipulagstillögunni. Rétt teikning fylgir með bréfinu. Jafnframt er lagt til að skýrar sé tekið fram að það sé Norðurorka sem ákveður hvað sé nauðsynlegt að gera varðandi strengina í textadálkinum "Kvaðir".
B) Bréf dags. 23.05.2006 frá Tryggva Tryggvasyni íbúa í Vesturgili 22.
Leggur til að skýrari ákvæði verði sett fram um notkun lóðar 4 og nýrrar lóðar 6, þar sem ekki verði leyfð hávaðasöm eða mengandi mannvirki s.s. spennistöðvar eða spennivirki. Núverandi spennivirki veldur þegar sjón- og hávaðamengun. Nægilegir stækkunarmöguleikar ættu að vera fyrir hendi þar vestan við (fyrirhuguð stækkun lóðar 1).  Einnig er bent á að setja þarf mörk á leyfilega hæð nýbygginga.
Almennt varðandi lóðir sem snúa að Giljahverfi (nr. 2, 4, 6). Svo virðist sem hluti lóðar 2 sé notaður sem geymslupláss og líkist mest ruslahaugum séð frá Giljahverfi.  Í nýju deiliskipulagi verði sett skýr ákvæði um frágang og snyrtilega afskermun slíks.

Óformlegar athugasemdir og fyrirspurnir í tölvupósti eftir að frestur til athugasemda rann út.
a) dags. 22.08.2006 frá Garðari Briem,  fasteignadeild RARIK. Leitar eftir gögnum og upplýsingum um lóðarskiptingu Landsnets og RARIK.
b) dags. 25.10.2006 frá Pétri Vopna Sigurðssyni RARIK. Gerir ekki athugasemd við lóðarskiptingu sem sett er fram á auglýstri deiliskipulagstillögu, en vill breyta texta úr "stjórn og rofastöð" í "aðveitustöð".
c) dags 12.12.2006 frá Gunnari H. Gunnarssyni Norðurorku. Athugasemdir við textadálkinum "Kvaðir" (sama og áður). Landsvirkjun skipt upp í Landsnet og Landsvirkjun. Dalvíkurlínan vitlaust teiknuð og Hitaveitulínan heitir öðru nafni.
d) dags. 19.12.2006 frá Pétri Vopna RARIK. Tók undir athugas. Gunnars Gunnarssonar sem snéru að RARIK.

Svör við athugasemdum:
A) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og leiðréttingar gerðar á legu rafmagnsstrengja og texta í kaflanum um "Kvaðir".
B) Tekið er tillit til athugasemdanna. Sett er kvöð á lóð nr. 6 um að mannvirki megi ekki innhalda starfsemi sem valdi hávaðasömum eða mengandi truflunum vegna nálægðar við efsta hluta Giljahverfis. Einnig er sett kvöð um gróðurbelti og/eða girðingu á austur lóðarmörkum svæðisins, við lóðir nr. 2, 4 og 6 til að hindra sjónmengun frá Giljahverfi.
Settar eru nánari kvaðir um leyfileg hæðarmörk nýbygginga á svæðinu.

Svör við óformlegum athugasemdum og fyrirspurnum í tölvupósti eftir að frestur til athugasemda rann út.
a) Sjá lið b).
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og texta breytt í greinargerð.
c) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og leiðréttingar gerðar á uppdrætti og texta breytt í greinargerð.
d) Tekið er tillit til athugasemdarinnar. Sjá lið c).
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt svo breytt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast gildistöku þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Stefnuumræða í bæjarstjórn
2007010173
5. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 24. janúar 2007:
Rædd var tillaga um að bæjarstjórn ræði um starfsáætlanir fastanefnda á fundum á fyrri hluta árs 2007. Fyrst verði fjallað um starfsáætlun stjórnsýslunefndar, síðan íþróttaráðs, félagsmálaráðs, skipulagsnefndar, framkvæmdaráðs, samfélags- og mannréttindaráðs, skólanefndar, umhverfisnefndar og loks um starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.  
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að þar fari fram umræða um starfsáætlanir fastanefnda frá 20. febrúar til 19. júní nk.
Bæjarstjóri/bæjarfulltrúi  Sigrún Björk Jakobsdóttir lagði fram tillögu um að röð umræðna í bæjarstjórn verði eftirfarandi:
20. febrúar 2007 - stjórnsýslunefnd
6. mars 2007 - skipulagsnefnd
20. mars 2007 - framkvæmdaráð
3. apríl 2007 - íþróttaráð
17. apríl 2007 - félagsmálaráð
8. maí 2007 - samfélags- og mannréttindaráð
22. maí 2007 - skólanefnd
5. júní 2007 - umhverfisnefnd
19. júní 2007 - stjórn Akureyrarstofu
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


Þegar hér var komið vék Sigrún Stefánsdóttir sæti sem 1. varaforseti og fundarstjóri og við fundarstjórn tók 2. varaforseti Jóhannes G. Bjarnason.

9.          Fjárhagsaðstoð 2007
2007010052
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. janúar 2007:
Lögð fram tillaga að breytingu á 16. gr. reglna um fjárhagsaðstoð þar sem lagðar eru til breytingar á framfærslugrunni frá 1. febrúar nk. og viðmiðunum varðandi hann. Málið var áður á dagskrá félagsmálaráðs 17. og 22. janúar 2007.  
Lagt er til að 16. grein reglnanna orðist svo:
   "Fjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og getur numið allt að kr. 96.000 á mánuði.  Framfærslugrunnur vegna einstaklinga hefur stuðulinn 1.0 en vegna hjóna og fólks í sambúð 1.6.  Ofangreind upphæð breytist í janúar ár hvert samkvæmt samþykkt félagsmálaráðs hverju sinni en hafa skal hliðsjón af hækkun neysluvísitölu milli ára.  Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu."
Meirihluti félagsmálaráðs samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á 16. gr. reglna um fjárhagsaðstoð og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram breytingartillögu við 16. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, svohljóðandi:
   "Framfærslugrunnur sem lagður verði til grundvallar við fjárhagsaðstoð geti numið allt að kr. 112.000 frá 1. febrúar 2007 til einstaklings sem er eldri en 18 ára.  Miðað verði við útgjöld einstaklingsins til daglegs heimilishalds.  Framfærslugrunnur miðaður við einstakling hafi stuðulinn 1.0, en miðað við hjón eða sambúðarfólk verði stuðullinn 1,6.  Ofangreind upphæð breytist í janúar hverju sinni samkvæmt samþykkt félagsmálaráðs.  Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu."

Breytingartillaga Baldvins og Kristínar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta félagsmálaráðs með 7 atkvæðum gegn 2.


Fundi slitið.