Bæjarstjórn

3222. fundur 23. janúar 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3222. fundur
23. janúar 2007   kl. 16:00 - 16:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.  Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Breytingar í nefndum frá upphafi kjörtímabilsins 2006-2010:

Bæjarstjórn 3. október 2006 - 2. liður:
Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur til eftirfarandi breytingu í nefnd:
Umhverfisráð:
Elsa Guðmundsdóttir, kt. 231072-5239, tekur sæti sem varamaður í umhverfisráði í stað Valgerðar H. Bjarnadóttur, kt. 240154-3319.

Bæjarstjórn 21. nóvember 2006 (bókað inn á undan dagskrá):
Tilkynning frá Samfylkingunni um breytingu í nefnd svohljóðandi:
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Þorgerður Þorgilsdóttir, kt. 291149-2949, tekur sæti aðalmanns í stað Láru Stefánsdóttur,
kt. 090357-5579.
Oddný Stella Snorradóttir, kt. 300860-2149, tekur sæti varamanns í stað Þorgerðar Þorgilsdóttur.

Tilkynning frá Sjálfstæðisflokki ? bæjarstjórn 23. janúar 2007:
Á síðasta bæjarstjórnarfundi 9. janúar 2007 voru gerðar þær breytingar á setu í bæjarráði að Hjalti Jón Sveinsson tók sæti aðalmanns í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem verður varamaður.
Á sama fundi tók Elín Margrét Hallgrímsdóttir sæti í framkvæmdaráði / stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem verður varamaður.
Tillaga er um að Elín Margrét Hallgrímsdóttir verði jafnframt varaformaður þessara nefnda þ.e. bæjarráðs og framkvæmdaráðs /stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd:
Lagt er til að Ögmundur Haukur Knútsson, kt.  270762-2639,  verði varamaður í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir breytingar sbr. fundargerð bæjarstjórnar dags. 3. október 2006 með
11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar sbr. fundargerð bæjarstjórnar dags. 21. nóvember 2006 með
11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar sbr. tilkynningu frá Sjálfstæðisflokks dags. 23. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu í kjarasamninganefnd sbr. tilkynningu frá Sjálfstæðisflokki dags. 23. janúar 2007 með 11 samhljóða atkvæðum.
2.  Álagning gjalda árið 2007 - fasteignagjöld
2007010082
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. janúar 2007:
Lögð fram tillaga um að á árinu 2007 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,30% af fasteignamati húsa og lóða.
   ii Fasteignaskattur hesthúsa og verbúða verði 0,5% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 0,88% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verði 1,55% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna atvinnuhúsnæðis.
f) Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði verði annars vegar 5.000 kr. fast gjald pr. íbúð og hins vegar
75 kr. pr. m² húss.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðarhúsnæði verði annars vegar 10.000 kr. fast gjald pr. eign og hins vegar 75 kr. pr. m² húss.
 h) Holræsagjald verði 0,17% af fasteignamati húsa og lóða.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2007 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 8.000 kr. er 3. febrúar 2007.  Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna
3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.
Meiri hluti bæjarráðs vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum gegn 1.


3.  Fasteignagjöld 2007 - reglur um afslátt á fasteignaskatti
2007010153
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. janúar 2007:
Lögð fram drög að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti 2007.
Meiri hluti bæjarráðs vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
 "1. grein:  Fastur afsláttur verði kr. 40.000.
4. grein, 2. mgr.: Tekjutengdur viðbótarafsláttur verði allt að kr. 10.000.
8. grein:  Fyrir einstakling:
a) með tekjur allt að kr. 2.000.000, fullur afsláttur.
b) með tekjur yfir kr. 2.700.000, enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
c) með tekjur allt að kr. 2.600.000, fullur afsláttur.
d) með tekjur yfir kr. 3.500.000, enginn afsláttur."

Breytingartillaga Odds Helga Halldórssonar og Gerðar Jónsdóttur var borin upp og felld með 8 atkvæðum gegn 2.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti 2007, með þeim breytingum sem fram komu á fundinum, með 9 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.