Bæjarstjórn

3221. fundur 09. janúar 2007
Bæjarstjórn - Fundargerð
3221. fundur
9. janúar 2007   kl. 16:00 - 17:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásgeir Magnússon
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum árs og friðar.
Einnig bauð forseti varabæjarfulltrúana Ásgeir Magnússon og Dýrleifu Skjóldal velkomin á þeirra fyrsta fund á kjörtímabilinu.

1.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. desember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 132. fundur.  Fundargerðin er í 12 liðum og dags. 6. desember 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 6. desember 2006 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 133. fundur.  Fundargerðin er í 6 liðum dags. 13. desember 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og  byggingafulltrúa dags. 13. desember 2006 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 134. fundur.  Fundargerðin er í 6 liðum dags. 20. desember 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 20. desember 2006 með 11 samhljóða atkvæðum.
4.  Naustahverfi - áfangi 1/NV-hluti - deiliskipulag við Kjarnagötu, reitir 1 og 2
2006040043
Þar sem aðalskipulag Akureyrarkaupstaðar var óstaðfest af umhverfisráðuneytinu þegar bæjarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 7. nóvember 2006, þarf að taka  fyrir að nýju
4. lið í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. nóvember 2006:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.  Naustahverfi 1. áfangi - deiliskipulag - reitur 28
2006010153
Þar sem aðalskipulag Akureyrarkaupstaðar var óstaðfest af umhverfisráðuneytinu þegar bæjarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 7. nóvember 2006, þarf að taka fyrir að nýju
2. lið í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. apríl 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum sbr. bókun umhverfisráðs og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


6.  Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi
2006080092
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sundlaugarsvæðis við Skólastíg 4, var auglýst skv. 1. mgr.
26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 18. október 2006 með athugasemdafresti til 29. nóvember 2006.  7 athugasemdir bárust.   Svör við athugasemdunum koma fram í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuna.

Bæjarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson og Dýrleif Skjóldal ásamt bæjarfulltrúa Framsóknarflokks Jóhannesi G. Bjarnasyni leggja til að tillögu að breytingu á deiliskipulagi sundlaugarsvæðisins við Skólastíg 4 verði hafnað og hafist verði handa við að gera þarfagreiningu á svæðinu áður en svo afdrifaríkar ákvarðanir verði teknar að úthluta hluta af svæðinu til einkaaðila.

Fyrst var borin upp tillaga bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Framsóknarflokks og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 3.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn 3.

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.7.  Kjalarsíða 1 - stúdentagarðar - deiliskipulag
2006070013
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007.
Tillaga að endurskoðaðri deiliskipulagstillögu á svæði sem afmarkast af Bugðusíðu í austri, lóð leikskólans Síðusels í vestri og Kjalarsíðu í norðri var auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 8. nóvember 2006 með athugasemdafresti til 20. desember 2006.  Þrjár athugasemdir bárust.  Svör við athugasemdunum koma fram í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. janúar 2007.  
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 1.8.  Ráðning bæjarstjóra
2007010072
Lagt fram samkomulag milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Akureyrar sem kveður á um að Kristján Þór Júlíusson láti af starfi bæjarstjóra á Akureyri þann 9. janúar 2007.  
Ennfremur er samkomulag milli sömu aðila um að gera þá tillögu til bæjarstjórnar Akureyrar að Sigrún Björk Jakobsdóttir gegni starfi bæjarstjóra frá sama degi.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 samhljóða atkvæðum að Sigrún Björk Jakobsdóttir verði ráðin bæjarstjóri á Akureyri.


9.  Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tillaga frá D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingar í nefndum svohljóðandi:

Bæjarráð:
Hjalti Jón Sveinsson, kt. 050353-7619, verður aðalmaður í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur,
kt. 230566-2919, sem verður varamaður.

Stjórnsýslunefnd:
Sigrún Björk Jakobsdóttir verður aðalmaður og formaður stjórnsýslunefndar í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar, kt. 150757-2669.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir, kt. 171053-4049, verður varamaður.

Stjórn Akureyrarstofu:
Elín Margrét Hallgrímsdóttir verður aðalmaður og formaður í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur.

Framkvæmdaráð/Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Elín Margrét Hallgrímsdóttir verður aðalmaður í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem verður varamaður.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 samhljóða atkvæðum.


10.  Kjör forseta bæjarstjórnar
2007010073
Kjör forseta bæjarstjórnar
Fram kom tillaga um að Kristján Þór Júlíusson, kt. 150757-2669, verði forseti bæjarstjórnar frá
9. janúar 2007.
Kristján Þór Júlíusson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með 7 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason hlaut 2 atkvæði.
Auðir seðlar voru 2.Í lok bæjarstjórnarfundar þökkuðu bæjarfulltrúar Kristjáni Þór vel unnin störf um leið og þeir buðu Sigrúnu Björk velkomna til starfa og fögnuðu þeim tímamótum að nú væri í fyrsta sinn kona kjörin bæjarstjóri á Akureyri.


Fundi slitið.