Bæjarstjórn

3220. fundur 19. desember 2006
Bæjarstjórn - Fundargerð
3220. fundur
19. desember 2006   kl. 16:00 - 17:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Erla Þrándardóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bauð forseti Erlu Þrándardóttur fulltrúa af B-lista velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.  Kaupvangsstræti 1- breyting á deiliskipulagi
2006120043
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. desember 2006:
Erindi dagsett 8. maí 2006 þar sem Gísli Gestsson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, sækir um stækkun á lóðinni Kaupvangsstræti 1 til suðurs um 265 fermetra, þannig að hægt sé að ljúka seinni áfanga byggingarinnar.  
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.


2.  Krossaneshagi, iðnaðarsvæði - A-hluti, breyting og uppfærsla á deiliskipulagi
2006120054
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. desember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi lagði fram tillögu að breytingu og uppfærslu á deiliskipulagi á A-hluta Krossaneshaga.  Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni teiknistofunni Form, dags. í nóvember 2006.  Um er að ræða að færðar hafa verið inn þær deiliskipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á einstökum lóðum á síðustu árum ásamt tillögum að nýjum breytingum sem helstar eru:  Bætt er við nýjum byggingarlóðum, byggingarreitir rýmkaðir, nýtingarhlutfall lóða einfaldað og húsgerð breytt á einstökum lóðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


3.  Naustahverfi II - Reitur E, breyting á deiliskipulagi
2006120055
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. desember 2006:
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 6. október 2006, sem frestað var á fundi umhverfisráðs
25. október sl., þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Timbru ehf., byggingaverktaka, kt. 620199-3039, óskar eftir að breyta deiliskipulagsskilmálum vegna Ljómatúns 1 og 3.  Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á skipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
4.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði þann 7. nóvember sl. afgreiðslu 9.- 19. liðar í fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 18. október 2006.
Bæjarstjórn staðfestir 9.- 19. lið í fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 18. október 2006 með 9 samhljóða atkvæðum.


5.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. desember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 130. fundur dags. 22. nóvember 2006.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 22. nóvember 2006 með
9 samhljóða atkvæðum.


6.  Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. desember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 131. fundur dags. 29. nóvember 2006.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 29. nóvember 2006 með
9 samhljóða atkvæðum.


7.  Endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2007
2006120026
6. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 11. desember 2006:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fela samfélags- og mannréttindaráði að hefja endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins.


8.  Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. desember 2006:
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Endanleg ákvörðun um álagningu fasteignagjalda árið 2007 verður tekin þegar álagningargrunnur liggur fyrir í janúar nk.  Jafnframt fari þá fram endurskoðun tekjuviðmiðunar vegna afsláttar til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt tillögum í undirliðum a), b) og c) í 5. lið fundargerðar bæjarráðs dags. 14. desember 2006 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram tillögu svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn samþykkir að fresta framkvæmdum við menningarhúsið í eitt ár og nýti fjármagnið til þess að koma upp fimleikaaðstöðu og íþróttahúsi við Giljaskóla, en í menningarhúsið eru áætlaðar 680 milljónir árið 2007.   Við leggjum áherslu á að kannaðir verði til hlítar kostir þess að ráðast þegar í byggingu íþróttahúss og fimleikahúss við Giljaskóla í stað þess að byggja yfir fimleika við Glerárskóla."Tillaga Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.

Undirliðir 5. liðar í fundargerð bæjarráðs dags. 14. desember sl. voru afgreiddir á eftirfarandi hátt:
     a)  Starfsáætlanir - var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
     b)  Gjaldskrár - var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
     c)  Kaup á vörum og þjónustu - var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 24.859 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.086.257 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

A-hluta stofnanir:  (byrjar á bls. 17)
I.  Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða  10.872 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  10.163.772 þús. kr.

II.  Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða  -30.166 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  75.450 þús. kr.

III.  Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða  -4.842 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 774.774 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 723 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 15.875.289 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I.     Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða  -5.114 þús. kr.

II.    Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 64.087 þús. kr.

III.   Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða -1.958 þús. kr.

IV.   Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

V.    Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -31.237 þús. kr.

VI.   Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 346.630 þús. kr.

VII.  Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -8.521 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 414 þús. kr.

IX.   Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -3.820 þús. kr.

X.    Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 9.760 þús. kr.

XI.   Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða 1.535 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 299.429 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 24.031.732 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.Bókun í lok 5. liðar í fundargerð bæjarráðs 14. desember 2006:
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 8. liður dagskrárinnar ásamt 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. desember 2006 séu þar með afgreiddir.

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskaði forseta og fjölskyldu hans, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 7. og 14. desember 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 6. desember 2006
Skipulagsnefnd dags. 6. desember 2006
Framkvæmdaráð dags. 1.  og 15. desember 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 1. og 15. desember 2006
Stjórn Akureyrarstofu dags. 7. desember 2006
Skólanefnd dags. 4. og 11. desember 2006
Íþróttaráð dags. 7. og 14. desember 2006
Félagsmálaráð dags. 11. desember 2006
Samfélags- og mannréttindaráð dags. 4. og 11. desember 2006Fundi slitið.