Bæjarstjórn

3309. fundur 04. október 2011 kl. 16:00 - 16:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varafulltrúa framboðsins í stjórn Hafnasamlags Norðurlands og varafulltrúa í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands, svohljóðandi:
Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands í stað Sigmars Arnarssonar.
Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti varamanns í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Hafnarsvæði í Krossanesi - breyting á deiliskipulagi - Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. september 2011:
Erindi dags. 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf, kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 12. september 2011 frá AVH ehf og breytingaruppdráttur dags. 15. september 2011 af B-áfanga Krossaneshaga vegna breytinga á afmörkun deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að nauðsynlegt sé að meta heildræn umhverfisáhrif verksmiðjunnar í fyrirhugaðri stærð. Einnig að mikilvægi þess að skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt sé ótvírætt og verði ekki of oft nefnt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Golfklúbbur Akureyrar - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2007030220Vakta málsnúmer

Umræður um gildandi samning við Golfklúbb Akureyrar.

Forseti bar upp tillögu um að fresta málinu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 22. og 29. september 2011
Skipulagsnefnd 28. september 2011
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 21. og 28. september 2011
Framkvæmdaráð 16. september 2011
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 16. september 2011
Stjórn Akureyrarstofu 22.

Fundi slitið - kl. 16:25.