Bæjarstjórn

3304. fundur 17. maí 2011 kl. 16:00 - 18:51 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Vilberg Hermannsson
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Sigmar Arnarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti Jóns Kr. Sólnes fyrrum bæjarfulltrúa.

Jón Kr. Sólnes hæstaréttarlögmaður lést fimmtudaginn 12. maí sl., 62 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri hinn 17. júní 1948.
Jón Kr. lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969, Kandídatsnámi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1975 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 1976. Hann varð hæstaréttarlögmaður árið 1984.
Jón Kr. gegndi fjölmörgum nefndar- og stjórnunarstörfum. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1986 til 1994, sat í jafnréttisnefnd bæjarins og var formaður félagsmálaráðs og skipulagsnefndar. Jón Kr. var formaður skólanefndar Akureyrar árin 1998 til 2008, sat í stjórn Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri 1998 til 2008 og í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri 2000 til 2008.
Þá sat hann í nefnd um heildarendurskoðun laga um grunnskóla árin 2006 til 2008. Jón Kr. var formaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis 2003 til 2007, sat í stjórn Akureyrardeildar Rauða Kross Íslands um áratuga skeið og var formaður hennar á árunum 1988 til 1989 og 1994 til 2000.

Bæjarstjórn vottar aðstandendum Jóns Kr. Sólnes samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.

Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Jóns Kr. Sólnes með því að rísa úr sætum.

1.Forvarnastefna - endurskoðun 2010

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 6. maí 2011:
Lögð fram drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Lögð var fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista:

Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýnir hve seint stefnuræða formanns framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar barst bæjarfulltrúum. Þegar gögn berast ekki á tilsettum tíma kemur það í veg fyrir að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig vel fyrir umræður um stefnu meirihlutans. Það dregur úr gildi og mikilvægi umræðunnar.

3.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 12. maí 2011
Skipulagsnefnd 4. maí 2011
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra 4. og 11. maí 2011
Stjórn Akureyrarstofu 27. apríl og 3. maí 2011
Skólanefnd 27. apríl og 2. maí 2011
Íþróttaráð 5. maí 2011
Félagsmálaráð 11. maí 2011
Samfélags- og mannréttindaráð 6. maí 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:51.