Bæjarstjórn

8117. fundur 05. desember 2006
3219. fundur
05.12.2006 kl. 16:00 - 18:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes G. Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Bæjarfulltrúi B-lista Jóhannes G. Bjarnason hefur tekið sæti að nýju í bæjarstjórn að loknu leyfi, sbr. 1. lið í fundargerð bæjarstjórnar 3. október sl.
1 Lystigarður - deiliskipulag
2006010132
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. nóvember 2006.
Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar óskar eftir samþykki á deiliskipulagi fyrir Lystigarðinn við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagi frá Storð ehf.
dags. 17. nóvember 2006.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd fer fram á að lítilsháttar lagfæringar verði gerðar á uppdrættinum og
leggur til við bæjarstjórn að tillagan svo breytt verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. nóvember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 129. fundur dags. 15. nóvember 2006.
Fundargerðin er í 12 liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 15. nóvember 2006 með
11 samhljóða atkvæðum.


3 Álagning gjalda árið 2007 - útsvar
2006110128
9. liður í fundargerð bæjarráðs 30. nóvember 2006:
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2007 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt frá fyrra ári eða 13.03%.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. nóvember 2006:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 23. og 30. nóvember 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 22. nóvember 2006
Skipulagsnefnd dags. 22. nóvember 2006
Stjórn Akureyrarstofu dags. 24. nóvember 2006
Skólanefnd dags. 20. nóvember 2006
Íþróttaráð dags. 23. nóvember 2006
Félagsmálaráð dags. 22. og 27. nóvember 2006
Samfélags- og mannréttindaráð dags. 20. nóvember 2006
Umhverfisnefnd dags. 23. nóvember 2006


Fundi slitið.