Bæjarstjórn

8043. fundur 21. nóvember 2006
3218. fundur
21.11.2006 kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Samfylkingunni um breytingu í nefnd svohljóðandi:

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Þorgerður Þorgilsdóttir, kt. 291149-2949, tekur sæti aðalmanns í stað Láru Stefánsdóttur,
kt. 090357-5579.
Oddný Stella Snorradóttir, kt. 300860-2149, tekur sæti varamanns í stað Þorgerðar Þorgilsdóttur.


Forseti bauð Ólaf Jónsson varabæjarfulltrúa af D-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. nóvember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda. Fundargerðin er í 7 liðum dags. 25. október 2006 nr. 126.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 25. október 2006 með
10 samhljóða atkvæðum.2 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. nóvember 2006:
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 8. nóvember 2006 nr. 128.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 8. nóvember 2006 með
11 samhljóða atkvæðum.3 Svæðisskipulag Eyjafjarðar
2006060006
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. nóvember 2006:
Erindi dags. 18. október 2006 frá framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags, sbr. 4. mgr.
12. gr. í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni um að vísa tilnefningunni til afgreiðslu bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Gleráreyrar - breyting á deiliskipulagi
2005110008
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. nóvember 2006:
Erindi dagsett 20. júní 2006 þar sem Gísli Gíslason frá Arkís ehf., f.h. Smáratorgs,
kt. 470296-2249, leggur fram nýja tillögu að deiliskipulagi, dags. 15. nóvember 2006 vegna stækkunar á Glerártorgi til suðvesturs frá núverandi verslunarmiðstöð. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir færslu hringtorgs á Borgarbraut til vesturs vegna nýrrar aðkomu að svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég er mjög sáttur við þá deiliskipulagstillögu sem fyrir liggur.
Hins vegar er margt of óljóst enn, t.d. kostnaður Akureyrarbæjar við deiliskipulagið. Því treysti ég mér ekki á þessu stigi málsins að greiða atkvæði með því að setja umrætt deiliskipulag í auglýsingu."5 Miðbæjarskipulag
2006020089
Fram fór umræða að ósk bæjarfulltrúa Odds Helga Halldórssonar um miðbæjarskipulag.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson lagði fram tvær tillögur:

Fyrri tillagan er svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að bera undir almenna atkvæðagreiðslu meðal kosningabærra íbúa Akureyrar hvort gert skuli síki í miðbæ Akureyrar eins og framkomnar hugmyndir segja til um. Kosning fari fram í síðasta lagi samhliða Alþingiskosningum í vor.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að úrslit kosningarinnar sé bindandi fyrir þessa bæjarstjórn."

Seinni tillagan er svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að vísa 5. lið dagskrár Miðbæjarskipulag og afgreiðslu bæjarráðs frá 9. nóvember til bæjarráðs til frekari meðferðar. Þar sem m.a. skal skoða málið í heild sinni, t.d. með tilliti til bílastæða, aðstöðu strætisvagna og leigubíla. Einnig hvort tilefni er til breytinga á deiliskipulagsreitum, með tilliti til skjóls og þeirrar hugmyndar að breyta legu miðbæjar í austur-vestur. Taka þarf ákvörðun um hvort síki verður gert eða ekki og miða reitina út frá því. Einnig þarf að huga að umferðartengingu á Glerárgötu ef síki verður gert. Reynt verði eftir fremsta megni að meta hversu mikinn kostnað þetta hefur í för með sér fyrir bæjarfélagið."

Fyrri tillaga Odds Helga Halldórssonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3.
Seinni tillaga Odds Helga var borin upp og felld með 8 atkvæðum gegn 3.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 9. nóvember 2006
Skipulagsnefnd dags. 15. nóvember 2006
Framkvæmdaráð dags. 3. nóvember 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 3. nóvember 2006
Menningarmálanefnd dags. 2. nóvember 2006
Skólanefnd dags. 6. nóvember 2006
Félagsmálaráð dags. 13. nóvember 2006
Samfélags- og mannréttindaráð dags. 8. nóvember 2006


Fundi slitið.