Bæjarstjórn

7944. fundur 07. nóvember 2006
3217. fundur
07.11.2006 kl. 16:00 - 18:18
Hlein, Hrísey


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Elín M. Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir
María Egilsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar bauð forseti varabæjarfulltrúana Margréti Kristínu Helgadóttur af S-lista og Maríu Egilsdóttur af D-lista velkomnar á þeirra fyrsta fund í bæjarstjórn.

1 Framkvæmdastjórn Akureyrarkaupstaðar
2006100024
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. október 2006:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Karl Guðmundsson, kt. 161153-4519, verði ráðinn í starf bæjarritara Akureyrarkaupstaðar.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir vakti máls á hæfi sínu við afgreiðslu málsins sökum tengsla við Karl Guðmundsson.
Bæjarstjórn úrskurðar Elínu Margréti Hallgrímsdóttur vanhæfa við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar með 11 samhljóða atkvæðum.
Elín Margrét vék af fundi.

Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Karls Guðmundssonar í starf bæjarritara með 8 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúarnir Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson óska bókað:
"Við leggjum áherslu á að auglýsa eigi störf á vegum Akureyrarkaupstaðar og lýsum undrun yfir því að störf á vegum stjórnsýslunnar hafi ekki verið auglýst að þessu sinni."

Elín Margrét mætti aftur á fundinn.


2 Kosning nefnda 2006-2010
2006060001
Kosning í eftirtaldar fastanefndir til loka kjörtímabils 2006-2010:
1. Íþróttaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Ólafur Jónsson formaður
Agnes Arnardóttir varaformaður
Sveinn Arnarsson
Dýrleif Skjóldal
Erlingur Kristjánsson
og varamanna
Hlynur Jóhannsson
Jón Hjaltason
Valdís Anna Jónsdóttir
Bragi Guðmundsson
Eiður Stefánsson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2. Samfélags- og mannréttindaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð varaformaður
María Marinósdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Gerður Jónsdóttir
og varamanna
Þorlákur Axel Jónsson
Kristinn Árnason
Ragnheiður Júlíusdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Guðlaug Kristinsdóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3. Skipulagsnefnd - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Ólafur Jónsson varaformaður
Hanna Dögg Maronsdóttir
Jóhannes Árnason
Haraldur S. Helgason
og varamanna
Helena Þ. Karlsdóttir
Unnsteinn Jónsson
Hinrik Þórhallsson
Elsa Guðmundsdóttir
Helgi Snæbjarnarson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

4. Stjórn Akureyrarstofu - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þ. Karlsdóttir varaformaður
Unnar Jónsson
Baldvin H. Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
og varamanna
Ragnheiður Jakobsdóttir
Agnes Arnardóttir
Lára Stefánsdóttir
Jón Erlendsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

5. Umhverfisnefnd - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listar með nöfnum þessara aðalmanna:
Hjalti Jón Sveinsson formaður
Jón Ingi Cæsarsson varaformaður
Linda María Ásgeirsdóttir
Jón Kristófer Arnarson
Erla Þrándardóttir
og varamanna
Kristín Halldórsdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir
Þorgeir Jónsson
Kristín Sigfúsdóttir
Petrea Ósk Sigurðardóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.3 Breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar - seinni umræða
2006100054
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 1. nóvember 2006:
Stjórnsýslunefnd vísar samþykktinni til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúi Gerður Jónsdóttir lagði að nýju fram breytingartillögu við 49. grein samþykktarinnar, áður á dagskrá bæjarstjórnar 17. október sl., svohljóðandi:
Á eftir fyrstu setningunni bætast inn tvær setningar: "Þar sem því verður við komið skulu sitja sem næst jafnmargar konur og karlar í hverri nefnd, ráði og stjórn. Þá skal þess gætt að kynjahlutfall meðal formanna sé jafnt þar sem því verður við komið."

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Kristjáni Þór Júlíussyni um að vísa tillögu Gerðar til samfélags- og mannréttindaráðs til umfjöllunar við endurskoðun jafnéttisstefnu bæjarfélagsins og var hún samþykkt með 7 atkvæðum gegn 3.

Bæjarfulltrúarnir Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson lögðu fram tillögu svohljóðandi:
"Vegna sameiningar margra málaflokka undir samfélags- og mannréttindaráð, ásamt því að leggja niður stöðu jafnréttisfulltrúa leggjum við til að Akureyrarkaupstaður auglýsi stöðu jafnréttisfulltrúa eigi síðar en árið 2007.
Núgildandi jafnréttisáætlun Akureyrarkaupstaðar fellur úr gildi árið 2007 og ber að setja nýja áætlun eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Jafnréttisfulltrúi vinni sérstaklega að því að veita jafnréttisráðgjöf við gerð jafnréttisáætlana með fyrirtækjum sem hafa 25 starfsmenn eða fleiri og verði ráðgjafi allra nefnda í jafnréttismálum samkvæmt ákvæðum 10. gr. laga um jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000."

Fram kom tillaga um að vísa tillögu Kristínar og Baldvins til umfjöllunar í samfélags- og mannréttindaráði og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir þær breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar sem meirihluti stjórnsýslunefndar leggur til með 7 samhljóða atkvæðum.


4 Hrísey - hverfisnefnd
2006100012
3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 1. nóvember 2006:
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði hverfisnefnd í Hrísey samkvæmt fyrirliggjandi erindisbréfi. Lögð er áhersla á að um tilraunaverkefni til þriggja ára er að ræða.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Hermanni Jóni Tómassyni um breytingu á nafninu úr hverfisnefnd í hverfisráð og var hún samþykkt með 10 samhlljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég er sammála því að stofna hverfisnefnd í Hrísey. Hins vegar tel ég hana ekki hafa þannig sérstöðu að hún þurfi að vera frábrugðin öðrum hverfisnefndum og sit ég því hjá við afgreiðslu málsins."


5 Njarðarnes 4 - grenndarkynning - breyting á deiliskipulagi
2006090070
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. október 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistöku breytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
19. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. október 2006:
Umhverfisráð samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 11. október 2006 og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 11. október 2006 með 9 samhljóða atkvæðum.


7 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
20. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 25. október 2006:
Umhverfisráð samþykkir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 18. október 2006 og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu 9.- 19. liðar 125. fundargerðar skipulags- og byggingafulltrúa frá 18. október sl.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Að öðru leyti staðfestir bæjarstjórn fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 18. október 2006 með 9 samhljóða atkvæðum.8 Afgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa
2006110002
Lögð fram 127. fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 2. nóvember 2006. Skipulags- og byggingafulltrúi leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulags- og byggingafulltrúa dags. 2. nóvember 2006 með 10 samhljóða atkvæðum.


9 Kjalarsíða 1 - stúdentagarðar - deiliskipulagstillaga
2006070013
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. nóvember 2006:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.


10 Fiskihöfn - breyting á deiliskipulagi
2006070053
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. nóvember 2006:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


11 Naustahverfi, áfangi 1/NV-hluti - deiliskipulag við Kjarnagötu, reitir 1 og 2
2006040043
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. nóvember 2006:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


12 Landsvirkjun - eignarhluti
2000050071
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. nóvember 2006:
Lagður fram samningur dags. 1. nóvember 2006 um kaup íslenska ríkisins á eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, undirritaður af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 8 atkvæðum gegn 3.

Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir óska bókað:
"Við bókum mótmæli við sölu eignarhluta Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, þar sem verðið á hlut bæjarins er af mörgum talið of lágt og meirihlutaflokkarnir á Alþingi hafa báðir sagt að Landsvirkjun verði seld einkaaðilum, því má ætla að raforkuverð landsmanna muni hækka ef fyrirtækið verði einkavætt og einnig að verðgildi Landsvirkjunar muni stórhækka á næstu árum. Því teljum við að Akureyrarbær eigi ekki að selja hlut bæjarins á þessum tímapunkti."
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 19. og 26. október og 2. nóvember 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 1. nóvember 2006
Umhverfisráð dags. 25. október 2006
Skipulagsnefnd dags. 1. nóvember 2006
Framkvæmdaráð dags. 20. og 27. október 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 20. október 2006
Menningarmálanefnd dags. 4. og 19. október 2006
Skólanefnd dags. 16. október 2006
Íþrótta- og tómstundaráð 2. nóvember 2006
Félagsmálaráð dags. 23. október 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 19. október 2006

Fundi slitið.