Bæjarstjórn

7797. fundur 03. október 2006
3215. fundur
03.10.2006 kl. 16:00 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum
2006090085
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason, kt. 310362-2129, hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá og með 1. október til 1. desember 2006.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tilkynning frá B-lista Framsóknarflokks um breytingar í nefndum svohljóðandi:

Bæjarstjórn:
Í tímabundnu leyfi Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar, kt. 310362-2129, tímabilið 1. október til 1. desember 2006 tekur Gerður Jónsdóttir, kt. 181150-4409, við sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokks.

Bæjarráð:
Í tímabundnu leyfi Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar, tekur Gerður Jónsdóttir sæti sem aðalmaður í bæjarráði frá 1. október til 1. desember 2006.
Erla Þrándardóttir, kt.180374-4939, tekur við sem varamaður Framsóknarflokks í bæjarráði á sama tímabili.

Framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Í tímabundnu leyfi Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar, tekur Gerður Jónsdóttir sæti sem aðalmaður í framkvæmdaráði/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frá 1. október til 1. desember 2006.
Erla Þrándardóttir tekur við sem varamaður Framsóknarflokks í framkvæmdaráði/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar á sama tímabili.


Einnig lögð fram tilkynning frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um breytingu í nefnd svohljóðandi:

Umhverfisráð:
Elsa Guðmundsdóttir, kt. 231072-5239, tekur sæti sem varamaður í umhverfisráði í stað Valgerðar H. Bjarnadóttur, kt. 240154-3319.3 Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi
2006080092
Tekinn fyrir að nýju 8. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. ágúst 2006, þar sem umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997. Nýting bílastæða og aðkoma að svæðinu verði skoðuð sérstaklega í samráði við lóðarhafa. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á liðnum 12. september sl.
Bæjarfulltrúi Kristín Sigfúsdóttir lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar leggur til að unnið verði deiliskipulag fyrir sundlaugarsvæðið með það í huga að tengja þar saman í byggingu líkamsræktarstöð, fimmtíu metra sundlaug og aðstöðu fyrir útivistarsvæði.
Deiliskipulagið geri ráð fyrir tengingu við svæðið ofan Þórunnarstrætis og heildrænni nýtingu sem fjölskyldu- og útivistargarðs."

Tillaga Kristínar var borin upp og felld með 5 atkvæðum gegn 4.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 6 atkvæðum gegn 2.

Bæjarfulltrúi Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
"Læt bóka mótmæli við veitingu byggingarréttar til einkafyrirtækis á framtíðarlandi Sundlaugar Akureyrar, og án auglýsingar, þar sem öðrum fyrirtækjum í sama rekstri er ekki gefinn kostur á að sækja um umrædda lóð, og jafnvel má telja að veitingin stangist á við jafnræðisákvæði laga."4 Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2006 - breyting á 11. grein
2006010144
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. september 2006:
Bæjarráð vísar tillögu um breytingu á 11. grein Gjaldskrár gatnagerðargjalda á Akureyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á 11. grein Gjaldskrár gatnagerðargjalda með 10 samhljóða atkvæðum.


5 Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - endurskoðun
2006070054
13. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. september 2006:
Umsögn og athugasemdir umhverfisráðs við auglýsta tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 og breytingum á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.
Bæjarstjórn lýsir sig sammála umsögn og athugasemdum umhverfisráðs og samþykkir þær með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
Umræða um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2006 og áherslur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Bæjarfulltrúi Hermann Jón Tómasson lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að efna nú þegar til samráðs við sveitarfélögin í landinu til að leysa úr þeim ágreiningi sem uppi er milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu og fjárhagslega ábyrgð í nokkrum málaflokkum. Tryggja þarf að nægilegt fjármagn fylgi þeim verkefnum sem eru á ábyrgð ríkisins en sveitarfélög sinna á grundvelli þjónustusamninga eða á öðrum forsendum."

Bókun Hermanns var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 14., 21. og 28. september 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 13. og 27. september 2006
Umhverfisráð dags. 13. og 27. september 2006
Framkvæmdaráð dags. 11., 15. og 22. september 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 1. og 22. september 2006
Menningarmálanefnd dags. 19. og 21. september 2006
Skólanefnd dags. 18. og 25. september 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 12. og 19. september 2006
Félagsmálaráð dags. 11. og 20. september 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 7. september 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 21. september 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 18. september 2006

Fundi slitið.