Bæjarstjórn

7709. fundur 12. september 2006
3214. fundur
12.09.2006 kl. 16:00 - 18:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breytt tillaga
2006040087
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. ágúst 2006:
Meirihluti umhverfisráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Jón Ingi Cæsarsson formaður umhverfisráðs og gerði grein fyrir helstu breytingum í endurskoðuðu Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Bæjarfulltrúi Gerður Jónsdóttir lagði fram tillögu að breytingu vegna aðalskipulagsins svohljóðandi:
"Reitur 2.32.6 þ.e. núverandi Akureyrarvöllur verði skilgreindur sem opið svæði til sérstakra nota".
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 2.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 7 atkvæðum gegn 1.2 Eyjafjarðarbraut flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2006080064
7. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á greinargerð með deiliskipulagi flugvallarsvæðisins verði auglýst.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Fiskihöfn - grenndarkynning - breyting á deiliskipulagi
2006070053
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 16. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistöku breytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Freyjunes 4 - grenndarkynning - breyting á deiliskipulagi
2006070041
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 16. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistöku breytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 10 samhljóða atkvæðum.


5 Almennir byggingarskilmálar - tillaga að breytingu
2006080091
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


6 Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi
2006080092
8. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 30. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Nýting bílastæða og aðkoma að svæðinu verði skoðuð sérstaklega í samráði við lóðarhafa.
Bæjarfulltrúi Hermann Jón Tómasson lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn frestar afgreiðslu til að skoða megi betur áhrif þessarar framkvæmdar á rekstur fjölskyldugarðs á þessu svæði."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.7 Kárahnjúkavirkjun
2006080072
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar beinir þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar að hún skipi óháðan starfshóp verkfræðinga og jarðvísindamanna sem rannsaki hvað fór úrskeiðis við hönnun og byggingu þeirra stíflna sem sambærilegar teljast við Kárahnjúkastíflu og brostið hafa. Hópurinn kanni enn fremur öll gögn sem komið hafa fram um hugsanlega hættu sem stafað getur af fyllingu Hálslóns. Þegar fjallað er um óháðan hóp er átt við vísindamenn sem ekki hafa komið áður að rannsóknum og vísindavinnu fyrir Landsvirkjun vegna Kárahnjúkavirkjunar."
Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 17., 24. og 31. ágúst og 7. september 2006
Umhverfisráð dags. 16., 23., 25. og 30. ágúst 2006
Framkvæmdaráð dags. 11. og 25. ágúst og 1. september 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. og 25. ágúst 2006
Menningarmálanefnd dags. 4. september 2006
Skólanefnd dags. 16., 21. og 29. ágúst og 4. september 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 29. ágúst 2006
Félagsmálaráð dags. 14. og 28. ágúst 2006 og 6. september 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 17. ágúst 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 5. september 2006

Fundi slitið.