Bæjarstjórn

7623. fundur 15. ágúst 2006
3213. fundur
15.08.2006 kl. 16:00 - 17:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Áslaugar Einarsdóttur fv. bæjarfulltrúa með eftirfarandi orðum:
Áslaug Jónína Einarsdóttir fæddist á Akureyri þann 1. júlí 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. júlí sl.
Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir Austfjörð og Einar Jóhannsson. Eftirlifandi eiginmaður Áslaugar er Haraldur Marinó Helgason. Þau eignuðust þrjár dætur.
Áslaug lauk gagnfræðaprófi frá MA. Hún tók virkan þátt í félagsmálum og starfaði m.a. í Kvenfélaginu Framtíðinni í áratugi, kvenfélagið starfaði mikið að góðgerðarmálum og það studdi m.a. dyggilega við öldrunarheimilin hér á Akureyri og kvenfélagskonur færðu þeim reglulega gjafir, fyrir starfsemina.
Áslaug átti þátt í stofnun og gegndi formennsku í Kvenfélagi Alþýðuflokksins, Félagi Geysiskvenna og kvennadeild Íþróttafélagsins Þórs. Þá átti hún sæti í fyrstu stjórn SÁÁ á Norðurlandi. Á sl. ári var hún gerð að heiðursfélaga Íþróttafélagins Þórs.
Áslaug sat í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Alþýðuflokkinn kjörtímabilið 1986-1990 og var þá jafnframt formaður öldrunarráðs. Hún bar hag eldri borgara fyrir brjósti bæði í störfum sínum sem bæjarfulltrúi og í félagsmálum almennt. Eins var hún mikil áhugamanneskja um norrænt samstarf og lagði áherslu á að Akureyri væri í góðum tengslum við norræna vinabæi. Áslaug hafði einnig mikinn áhuga á sögu bæjarins og varðveislu gamalla minja.
Útför Áslaugar var gerð frá Akureyrarkirkju 26. júlí sl.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Áslaugar samúð sína um leið og þökkuð eru störf hennar í þágu Akureyrar.
Forseti bað viðstadda að minnast Áslaugar Einarsdóttur með því að rísa úr sætum.1 Aðalstræti 62 - breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning
2006070034
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 2. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistöku breytingarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Útilistaverk - Andrew Rogers
2006050080
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. ágúst 2006:
Umhverfisráð telur að ákjósanlegustu staðirnir fyrir umrædd verk séu við Stórhæð í landi Akureyrar, norðan Skíðahótels og við Fálkafell og leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út fyrir útilistaverkunum á umræddum tveimur stöðum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir vék sæti sem forseti bæjarstjórnar undir þessum lið og 1. varaforseti Sigrún Stefánsdóttir tók við stjórn fundarins.

Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs þeim Baldvini H. Sigurðssyni og Jóni Erlendssyni, svohljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfisráðs með ósk um nánari upplýsingar um útlit listaverkanna, umfang, aðkomu almennings og annað er lýtur að framkvæmdinni."
Tillaga fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var borin upp og felld með 7 atkvæðum
gegn 3.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 7 atkvæðum gegn 2.


Forseti bæjarstjórnar Sigrún Björk Jakobsdóttir tók síðan aftur við fundarstjórn.

3 Hrafnagilsstræti 9 - breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning
2006070025
7. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuferli hennar.
Fram kom tillaga um að vísa liðnum til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


4 Miðhúsaklappir - breyting á deiliskipulagi - grenndarkynning
2006070030
8. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 9. ágúst 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5 "Þyrlubjörgunarþjónusta á Íslandi - Tillögur að framtíðarskipulagi" - skýrsla Dómsmálaráðuneytisins
2006030088
Lögð fram til umræðu skýrsla Dómsmálaráðuneytisins "Þyrlubjörgunarþjónusta á Íslandi - Tillögur að framtíðarskipulagi" dags. í júlí 2006.
Fram kom tillaga að bókun - svohljóðandi:

"Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir undrun á niðurstöðu skýrslu dómsmálaráðherra um "Þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi - tillögur að framtíðarskipulagi" sem kynnt var í júlí sl. og vísar til bókunar bæjarráðs frá 23. mars sl. þar sem óskað var eftir viðræðum við ríkisstjórn Íslands um uppbyggingu björgunarstarfs þjóðarinnar.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að vandað sé til undirbúnings á yfirtöku Íslendinga á þessu mikilvæga verkefni. Taka þarf tillit til öryggis allra landsmanna og sjófarenda á svæðinu kringum landið sem er skilgreint sem starfssvæði þyrlubjörgunarsveitarinnar.
Nauðsynlegt er að skipulag björgunarmála sé þannig að björgunar- og viðbragðstími sé sem stystur. Jafnframt er áríðandi að hafa í huga að siglingar flutningaskipa um norðurskautssvæðið eru að aukast og krefjast frekari viðbúnaðar á þessu viðkvæma svæði. Með vísan til ofangreindra raka telur bæjarstjórn bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að a.m.k. ein björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri."

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 15., 22. og 29. júní, 13., 20. og 27. júlí 2006
Umhverfisráð dags. 28. júní, 12. júlí, 2. og 9. ágúst 2006
Framkvæmdaráð dags. 30. júní, 7. og 21. júlí 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 30. júní 2006
Menningarmálanefnd dags. 3. júlí 2006
Skólanefnd dags. 28. júní og 4. júlí 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 26. júní 2006
Félagsmálaráð dags. 30. júní og 3. júlí 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 29. júní 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 6. júlí 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 29. júní 2006


Fundi slitið.