Bæjarstjórn

7406. fundur 13. júní 2006
3211. fundur
13.06.2006 kl. 16:00 - 17:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Helena Þ. Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin H. Sigurðsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes G. Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Starfsaldursforseti Oddur Helgi Halldórsson setti fund og stýrði í upphafi.

I. Niðurstaða bæjarstjórnarkosninga 27. maí 2006
Oddur Helgi Halldórsson las upp bréf frá formanni kjörstjórnar á Akureyri - svohljóðandi:

Akureyri, 30. maí 2006.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar
Geislagötu 9
600 Akureyri.


Efni: Niðurstaða bæjarstjórnarkosninga 27. maí sl.
Samkvæmt 95.gr. laga nr. 5/1998 er nýkjörinni bæjarstjórn hér með send greinargerð um úrslit kosninga til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar sem fram fór 27. maí 2006.
Á kjörskrá voru 12.066.
Utan kjörfundar kusu 1245 en á kjördag sjálfan kusu 8133 á Akureyri og 83 í Hrísey, eða samtals 9461.
Kosningaþátttaka var því 78,4%. Auðir kjörseðlar voru 168 og ógildir 15.
Atkvæði féllu þannig að:
B listi Framsóknarflokks fékk 1427 atkvæði og einn mann kjörinn.
D listi Sjálfstæðisflokks fékk 2950 atkvæði og fjóra menn kjörna.
L listi fólksins fékk 906 atkvæði og einn mann kjörinn.
O listi Framfylkingarflokksins fékk 299 atkvæði en engan mann kjörinn.
S listi Samfylkingar fékk 2190 atkvæði og þrjá menn kjörna.
V listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fékk 1506 atkvæði og tvo menn kjörna.
Kjörbréf verða gefin út til nýkosinna bæjarfulltrúa í 22 viku ársins.
Kosning gekk vel og engin vandamál komu upp við framkvæmd kosningar eða talningar atkvæða. Engar kærur hafa borist en skv. lögum er kærufrestur 7 dagar. Kjörseðlar og kjörgögn önnur verða geymd ex tuto í 30 daga, en að því búnu verður þeim komið til eyðingar.
Sem endranær er ástæða til að hrósa starfsfólki Akureyrarkaupstaðar sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna. Fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning kosninga var lykill að velheppnaðri framkvæmd kosninganna þann 27. maí sl.

F.h. kjöstjórnarinnar á Akureyri,
Helgi Teitur Helgason form.


Að þessu loknu bauð Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúa velkomna til starfa og gaf bæjarfulltrúa Kristjáni Þór Júlíussyni orðið.

II. Yfirlýsing um meirihlutasamstarf
Bæjarfulltrúi Kristján Þór Júlíusson las upp eftirfarandi tilkynningu:
"Samkomulag hefur tekist milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á kjörtímabilinu 2006-2010.
Málefnasamningur milli flokkanna hefur verið staðfestur af fulltrúaráði
Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri.

                    Akureyri 13. júní 2006

F.h. Samfylkingar                     F.h. Sjálfstæðisflokks
Hermann Jón Tómasson      Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Stefánsdóttir                Sigrún Björk Jakobsdóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir     Elín Margrét Hallgrímsdóttir
                                                     Hjalti Jón Sveinsson"

Kristján Þór Júlíusson lagði svo fram málefnasamninginn um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2006-2010.
Oddur Helgi Halldórsson leyfði síðan umræður um málefnasamninginn og tóku til máls bæjarfulltrúarnir Jóhannes G. Bjarnason, Kristín Sigfúsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Baldvin H. Sigurðsson og Hermann Jón Tómasson.

III. Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs:
1. Kosning forseta bæjarstjórnar
Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Sigrún Björk Jakobsdóttir er réttkjörin forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar Sigrún Björk Jakobsdóttir tók nú við fundarstjórn.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar
Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Sigrún Stefánsdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Sigrúnu Stefánsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.
Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Jóhannes Gunnar Bjarnason réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson

og varamanna:
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


IV. Ráðning bæjarstjóra
Lögð fram tillaga um að Kristján Þór Júlíusson verði ráðinn bæjarstjóri á Akureyri frá og með deginum í dag, 13. júní 2006 og að formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar verði falið að ganga frá ráðningarsamningi og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Forseti lýsti Kristján Þór Júlíusson réttkjörinn bæjarstjóra á Akureyri og bauð hann velkominn til starfa.

V. Tillaga að breytingum á 59. grein Samþykktar um stjórn
Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Lögð fram tillaga um breytingu á 59. grein Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar dags. 9. júní 2006.
Fram kom tillaga um að vísa breytingartillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

VI. Kosning nefndar til eins árs:
1. Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara
Fram komu listi með nöfnum þessara aðalmanna:
Hermann Jón Tómasson - formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir - varaformaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson (áheyrnarfulltrúi)

og varamanna
Sigrún Stefánsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristín Sigfúsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Anna Halla Emilsdóttir (áheyrnarfulltrúi)

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

VII. Afgreiðslur mála:
1 Krossaneshagi reitur II - breyting á deiliskipulagi
2006040008
1. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. maí 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi - Hólatún 2-20
2006030122
2. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 10. maí 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og umhverfisdeild falið að annast gildistökuferli hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Norðurslóð, háskólasvæði - breyting á deiliskipulagi
2006060005
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 24. maí 2006:
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs með 11 samhljóða atkvæðum.Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 11., 18. og 24. maí og 1. júní 2006
Stjórnsýslunefnd dags. 10. maí 2006
Umhverfisráð dags. 10. og 24. maí og 7. júní 2006
Framkvæmdaráð dags. 19. og 26. maí 2006
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 19. maí 2006
Menningarmálanefnd dags. 11. maí 2006
Skólanefnd dags. 8. og 15. maí 2006
Íþrótta- og tómstundaráð dags. 9. maí 2006
Félagsmálaráð dags. 8. maí 2006
Áfengis- og vímuvarnanefnd dags. 4. maí 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 18. maí 2006
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd dags. 16. maí 2006

Fundi slitið.