Bæjarstjórn

7242. fundur 09. maí 2006
3210. fundur
09.05.2006 kl. 16:00 - 18:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Víðir Benediktsson
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006
2006030068
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 4. maí 2006:
Lagður fram listi með nöfnum 30 aðalmanna og 30 varamanna í undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí nk.
Bæjarráð samþykkir þær tilnefningar, sem fram koma á listanum.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


2 Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri, endurskoðun - síðari umræða
2005010108
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 12. apríl 2006:
Afgreiðsla endurskoðaðrar Staðardagskrár 21 frá náttúruverndarnefnd.
Samþykkt að taka kaflann um Hrísey út. Endurskoðun hans verði lokið í árslok 2007.

Endurskoðuð Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ingimar Eydal formaður náttúruverndarnefndar og gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á milli umræðna í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.


3 Starfsáætlun bæjarstjórnar
2005090053
Starfsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Björn Snæbjörnsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar.
Almennar umræður bæjarfulltrúa urðu í kjölfarið.

Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason lagði fram tillögu að ályktun svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrar leggur þunga áherslu á að nýstofnuð nefnd sem fjalla á um ferðajöfnunarsjóð íþróttafélaga hraði störfum sínum eins og frekast er unnt. Niðurgreiðsla ferðakostnaðar landsbyggðaríþróttafélaganna er mikið byggða- og jafnréttismál með tilliti til samkeppnisstöðu íþróttafélaga."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Þar sem þetta var síðasti fundur bæjarstjórnar á kjörtímabilinu, þakkaði forseti bæjarfulltrúum gott samstarf á tímabilinu og óskaði sérstaklega þeim bæjarfulltrúum, sem hyrfu nú á brott úr bæjarstjórn velfarnaðar í framtíðinni.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson flutti forseta, bæjarfulltrúum og starfsmönnum Akureyrarbæjar öllum bestu kveðjur og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf þann tíma sem hann hefur setið í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð dags. 27. apríl og 4. maí 2006
Umhverfisráð dags. 26. apríl 2006
Framkvæmdaráð dags. 21. apríl 2006
Menningarmálanefnd dags. 11. apríl 2006
Náttúruverndarnefnd dags. 27. apríl 2006

Fundi slitið.